Gaman gaman nú hittist okkar kínahópur númer 17 í fyrsta sinn heima hjá okkur. Pabbi náði í mat frá Núðluhúsinu sem öllum fannst voða gott.
Þetta voru samskiptin á Neinu varðandi hittinginn:
Hæ alle sammen,
Þar sem að Kínafiðringur er farinn að gera talsvert vart við sig á okkar heimili langaði okkur til að fara að hitta eitthvað af okkar ferðafélögum í ferðina stóru. Vonandi mun ekki um allt of langt líða þar til að við fáum kallið.
Eigum við ekki að reyna að stefna á að hittast í september?
Við sendum afrit af þessu bréfi til skrifstofu Í.Æ. og biðjum þær að koma þessu til hinna í hópnum sem við höfum ekki enn heyrt frá.
Eins og þið kannski munið þá búum við á Egilsstöðum og erum því ekki í höfuðstaðnum um hverja helgi, en erum að hugsa um að koma í kaupstaðarferð í september og viljum gjarna stilla þá ferð af til að hitta ykkur.
Vonandi getum við líka hitt alla í hópnum, en við sem erum búin að melda okkur inn erum: Kári og Valdís, Ingibjörg og Bjarni og að lokum Hrönn og Tómas.
Hér að neðan látum við símanúmerin okkar og netfangið fylgja og vonumst til að heyra frá ykkur fljótlega, og ekki síður frá ykkur hinum sem ekki hafið meldað ykkur inn ennþá.
Kveðja frá Egilsstöðum,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.
Svo komu svör:
Sælir verðandi ferðafélagar
Við erum að sjálfsögðu til í hitting. Endilega látið vita hvenær þið verðið í bænum.
Kv. Ingibjörg Anna
Hæ hæ
mikið er gaman að heyra í ykkur - þá virðist þetta verða allt miklu raunverulegra - já já við erum NÆST !!!
Að sjálfsögðu viljum við hitta ykkur - helst sem fyrst.
Ætlum samt að aðlaga okkur algjörlega að tíma ykkar - Kári og Valdís - skiljanlega þar sem þið eruð utanað landi.
Við getum boðist til að halda "hittinginn" heima hjá okkur í Snekkjuvogi - hvernig líst ykkur á það ???
Nú vantar enn fleiri - eru það ekki 5 börn í þessum hópi ?
Hlökkum til að heyra í ykkur
Hrönn og Tommi
Gestabók Kínastelpunnar
mánudagur, 11. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli