Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 25. febrúar 2008

Föt keypt í Portúgal 2004

Fann í morgun aftur föt sem ég hafði keypt í ferðalagi til Portúgals með nemendum IR um páskana 2004. Þá vorum við í tækni eða glasa frjóvgunar ferlinu og mamman vonaði að það gengi einhverntímann upp. Þessvegna gat hún ekki látið það fram hjá sér fara að kaupa barnaföt úr yndislegri portúgalskri bómull. Þorði þó ekki að kaupa litlar stærðir þannig að úr varð að kaupa 6 og 9 mánaða. Nú en þegar ættleiðingarferlið hófst fengum við upplýsingar um að börnin væru yfirleitt eins og hálfs árs eða tveggja ára og þá lá ljóst fyrir að ekki yrðu þessi föt mikið notuð.

En núna eftir að vitað er að Harpa Hua Zi er bara rúmlega 8 mánaða þá var svo frábært að rekast aftur á fötin uppá háalofti í morgun og sjá að hún getur notað þessu fallegu föt sem mamman er búin að halda uppá í næstum 4 ár.

Mamman heldur að Harpa Hua Zi hafi alltaf átt að koma til okkar, það var bara spurning um hvenær ? Við höfum beðið alveg óhemjulengi en erum nú þegar sannfærð að hún sé barnið okkar sem átti ákkúrat að koma á þessum tíma. Allt virðist styrkja þá skoðun okkar.










Engin ummæli:

Þátttakendur