Mamman kom við í Góða hirðinum rétt fyrir lokun á leið heim úr vinnu. Fann þá alla þessa fínu hluti og borgaði einungis 1000 kr.
Þetta finnst henni æði !
Nú eru næstum allir kínverskir hlutir dýrmætir fyrir okkur. Hvað ætli standi þarna ?

Þetta er þunn skipti taska - rennilás á 3 hliðum og plast innaní

Flottur barnastóll á reiðhjól - svartur í stíl við hjólið mitt

Við vorm einu sinni búin að kaupa svona stól og þurfum ekki annan en mömmunni datt í hug að amma Fríður myndi kannski vilja hafa svona stól fyrir Hörpu Hua Zi heima hjá sér. Henni leist vel á það og við ætlum að gefa henni stólinn frá Hörpu

Alveg ágætis borð sem við ætlum að bíða með að setja í herbergið þangað til Harpa verður aðeins eldri. En kubbaturninn getur hún fengið strax til að leika með.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli