Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 18. febrúar 2008

Hópur 17 fullkominn !

Sagan um frjósemis Búddan.
Í tilefni af því að á sunnudagskvöldinu fengum við að sjá fimmta og síðasta meðlim úr hóp 17 (tölvupósturinn búin að skiptast á myndum af öllum stelpunum) langar mig að segja ykkur dálítið sniðugt sem ég "fattaði" ekki fyrr en í fyrir nokkrum dögum.

Fyrir um það bil 3 árum - þegar við Tommi vorum enn í glasadæminu - fórum við í frí til Mallorca og stoppuðum hjá vinafólki okkar í London - Sigrúnu og Kevin. Við nutum þess að vera þar og ráfuðum um bæinn eins og túrista er siður. Meðal annars fórum við í kínahverfið ! Þar sáum við svo fallegar styttur og eina sem höfðaði sérstaklega til okkar þannig að við fórum inní búðina og spurðum um styttuna. NB ! Vorum þá ekkert farin að spá í ættleiðingu !
Þá var okkur sagt að þetta væri kínverskur frjósemis Búdda. Auðvitað gátum við ekki látið hann fram hjá okkur fara og hann keyptur um leið.
Þetta er nokkuð stór stytta og þurfti því að hafa fyrir henni - handfarangur og svoleiðis.
Nú eins og allir vita gekk ekki glasadæmið (sem mér finnst nú svo meira en í lagi í dag ! Hefði aldrei trúað því þá)og þá fórum við að leita annara leiða - ættleiðingar frá Kína.
Ég var alltaf jafn sæl með Búddan okkar en aldrei eins og fyrir nokkrum dögum þegar ég var að horfa á hann og þá rann allt í einu upp fyrir mér að þetta er frjósemin í hópnum okkar. Það eru nefnilega 5 börn að príla á honum !!
Já há ég er sko alveg viss um að þetta eru börnin í hópnum okkar !
Eins og ég sagði við Lilju í fyrradag, örlögin voru búin að spinna þennan vef - það er öruggt.

Pappírarnir okkar voru tilbúnir héðan frá Íslandi á sama tíma og allra í hóp 16 - við hefðum átt að vera í þeim hópi. Enda vorum við með þeim á námskeiði í Hvalfirði og alles. Frábær hópur sem okkur hlakkaði til að fara út með.
En okkur var ætlað annað ---- ráðuneytið stoppaði okkur (rétt fyrir ÍÆ hátíðina sem haldin var í Ráðhúsinu) afþví að Tommi átti svo mörg börn !!!!
Það urðu náttúrulega allir alveg tjúll og Guðrún og fleiri í ÍÆ ætluðu að ganga í málið. En svo blessaðist þetta sem betur fer og þannig fór að við fengum að fara í hóp 17.
Við vorum að ræða þetta á afmælishátíð ÍÆ í dag og þá var okkur bent á að auðvitað gátum við ekki lent í hóp 16 - hún Hua okkar Zi var nú bara rétt nýfædd þá !!!
Er þetta ekki aldeilis mögnuð saga ? En hver ætli sé hver af beibíunum á Búddanum ?

Engin ummæli:

Þátttakendur