Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 16. febrúar 2008

Heimsóknir og kveðjur í dag og í gær

Margir kíktu til okkar í heimsókn til að sjá myndirnar af Hua Zi. Aðrir sendu kveðjur í sms formi eða tölvupósti.


SMS 15 feb.2008

Innilega til hamingju öll! Hlakka til að sjá hana, Stjáni frændi.

Til hamingju. Við brosum út að eyrum. Skoðum myndir á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Knús Jakaselirnir.

Frábært ! Til hamingju öll, kem við hjá þér á morgun kv. IP (Ingveldur)

Til lukku ! (afi Trausti)

Innilegar hamingjuóskir. Er hún komin ? Kær kveðja LALLA

Innilega til hamingju !!! kv. Frá Birnu, Rögga, Rökkva, Kormáki og Styrmi stubb

Hjartanlega til hamingju öllsömul. Guð blessi ykkur. Sr. Hulda Hrönn


16. feb. 2008

Mi ha detto Betty della tua bimba sono sinceramente contenta per te chissá come sarai/sarete felice un grosso bacio a tutti. Zia Sara

Í gær komu í heimsókn:
Amma Fríður, amma Dúdú, Steina frænka, Astrid frænka, Auður frænka

Í dag komu í heimsókn:
Ingveldur og Ólafía, Dagný, Addi, Jón Fannar og Birkir Snær

Í gær töluðum við í síma við:
Guðný systir Hua Zi, Jóhönnu Maríu, Þórunni Kötlu stærstu systir og Harald Daða frænda, Lilju sem er í hópnum okkar

Ídag töluðum við í síma við:
Ester, Bíbí frænku og Halldór


Þessar kveðjur fengum við í tölvupósti:

Ég er svo spennt. Er að fara norður í kvöld og fer vinsamlegast fram á það að okkur verði sendar upplýsingar á netið hans Halldórs míns. Halldor.jonsson@simnet.is
Það liggur við að maður sé komin með fæðingarhríðir. Gangi ykkur allt sem best.
Stór Bíbíknús

Sæl og til hamingju aftur með flottu dömuna ykkar.
Hér eru myndirnar sem ég skannaði.
Góða helgi.
Kveðja
Fanney Reynisdóttir
Íslensk ættleiðing

Elsku Hrönn og fjölskylda …innilega til hamingju, ég fylgdist spent með á vefsíðunni.
Það hefur verið góður dagur hjá ykkur í gær, það rifjaðist upp okkar seta í sömu stólum og að skoða það sama fyrir 7 árum síðan. Úff hvað tíminn er fljótur að líða .
Ég þekki tilfinninguna og samgleðst ykkur innilega.
Hún er ekki gömul litla skottan ykkar, sem er mjög gaman og mikils virði að geta fylgst með henna frá innan við eins árs aldri.
Heyrumst
KV Þórdís Z.


hæ aftur og takk innilega fyrir þennan stórkostlega dag.
en nú er amman sko búin að stækka eina myndina rosa mikið og sér Stubbalínu miklu betur. hún er með soldið kvef í hægri nösinni sinni og að reyna að segja eitthvað voða mikilvægt einsog ekta tvíburi.
Glampinn í augunum er komin inn til ömmu og er þar heldur betur velkominn.
Elskurnar mínir hvað þetta er frábær stelpa sem bíður ykkar og sú fær nú aldeilis yndislega foreldra og systkini.
Sofið nú vært og vel
amma, tm, m, langaa



af einhverjum ástæðum fór ekki bréf til ykkar frá mér síðan í gærkveldi
ég setti myndina rosa stóra á skjáinn og gat séð hana svo vel bæði hendur g tær og andlitið. hún er með smé kvef í nebbanum og hitabólur einsog bæði Kiki og hrönn á enninu annars ofsa flott stelpa.
Ég lagðist í rúmið og bauð myndina velkomna og þá sá ég glampann í augunum sem ég hef séð fyrir mér síðustu daga.
Nú ætla ég að reyna kalla hana Hua Zi, ég sá að Dúddu fannst svo leiðinlegt er við sögðum alltaf Stubbalína, en nú vitum við að hún er kölluð Hua Zi sem er auðvitað miklu flottara en gælunafnið Stubbalína
Elskurnar mínar hún fær sko meiri háttar góða foreldra, æðislegan stóra bróður og fullt af flottum systrum. Og svo kemur hún alla þessa leið heim til sín
Gaman gæti verið að þið búið til fallega barnasögubók um þetta allt er þið komið heim og semjið ljóð og teiknið myndir, váaaa. Svo getið þið látið búa bókina til í USA, How to make a book og ......
bæjó, myndunum er stillt upp á borðstofuborðinu amma,tm,m,langa

Hæ Hrönn og Tommi og fjöldkylda
Bara til hamingju, hvenær farið þið að sækja hana ?
Fínar myndir, held hún sé bara svolítið lík ykkur.Karen Ösp er fædd 2. júní, sniðugt.
Hvenær á svo að ferma ?
Kveðjur
Edda og Guðmundur

Halló Hrönn mín.
Innilega til hamingju með litlu dúkkunar. Karen er fædd 2 júni og Tegegna, eþíópíski styrktarsonur okkar Orra til 12 ára á afmæli þann 7 juní. Fínir dagar.
Drífðu þig bara i að kaupa tannbursta algjör skandall að vera ekki búin að því.
Kv. Björg

Enn og aftur til hamingju. Hún er algjör dúlla eins sagt er á sunnlensku, heillandi stúlka.
Eruð þið búin að fá hana til Íslands?
Kveðja Hulda Hrönn
Póstinum liggur greinilega á að komast til ykkar. Bíð spennt eftir því að getað skoðað heimasíðurnar ykkar Bjargar. Það er frábært að allt gangi svona vel og dagsetningarnar passi svona vel. Það hefur verið allur gangur á því hjá fólki. Svo mæli ég með að taka skiptitösku með út þar sem hægt er að hafa allt á einum stað í fluginu heim. Tja maður eldist og þarf að hafa hlutina einfalda og skipulagða. Skiptitaskan er algjörlega nauðsyn skilst mér.
Ég segi nú bara mikið rosalega er þetta spennandi og gaman.
Hulda Hrönn

Engin ummæli:

Þátttakendur