Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 18. febrúar 2008

Afmælishátíð ÍÆ - 30 ára

Kiki, Tommi, amman og mamman á leið í afmælið.

Fyrsta fjölskyldumyndin !


Hún Ásta vinkona okkar (sem á svo flottar græjur) tók þessa frábæru mynd af okkur.
Ég auðvitað minnkaði hana þannig að Hua Zi myndi ekki sjást, það má ekki ennþá !


Svona orðaði Ásta kveðjuna:

Hæ elsku Hrönn

Hér eru tvær myndir úr afmælisveislunni í dag. Fjölskyldumyndin af ykkur er rosalega flott. Ég er stolt af að eiga heiðurinn af fyrstu fjölskyldumyndinni :-)
Það var ótrúlega gaman að hitta ykkur í dag. Þið bókstaflega geislið af hamingju og það er eins og sólin sjálf fylgi ykkur. Innilega til hamingju með litla engilinn og gangi ykkur allt í haginn.

Bestu kveðjur,
Ásta

P.S. Á hinni myndinni eru Ragnheiður Guðrún og Margrét Bo Wan að skoða myndir af litla englinum ykkar.



Ragnheiður Guðrún og Margrét Bo Wan að skoða myndir af Hua Zi.
Amman og Kristófer hjálpuðu mömmunni að gera svona "mont" bók með myndum af gullmolanum okkar.



Flottar stelpur er það ekki ?


Til upplýsingar þá er Ásta vinkona okkar mamma Ragnheiðar Guðrúnar. Við kynntumst þeim í gegnum Unni Ósk og fjölskyldu í Hrísey. Þau voru í hóp 10 - aldeilis frábær hópur sem hefur gefið okkur mikið. Okkur er alltaf boðið í reunion hjá þeim þegar þau hittast eftir verslunarmannahelgina í Hrísey. Höfum lært mikið af þessu fólki og dýrmætt að fá að fylgjast með stelpunum þeirra.


Engin ummæli:

Þátttakendur