Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

2008

Gamlárskvöld í Hrísey var rólegt og huggulegt. Borðuðum góða matinn sem pabbi gerði, horfðum á skaupið sem var alveg ágætt í þetta sinn. Fórum svo út rétt fyrir miðnætti til að sjá flugeldana. Mamma notaði flugelda stillinguna á nýju flottu Canon vélinni okkar. Kiki hafði farið og keypt 1 "raggeit" sem var skotið á loft með viðhöfn.
Við skáluðum í kampavíni og minntumst Marcello sem dó á þessu ári.
En við vorum einnig ánægð að nýtt ár væri gengið í garð og það yrði örugglega árið sem Stubbalína kæmi til okkar.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2008

Engin ummæli:

Þátttakendur