Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Enn lengist biðin eftir upplýsingum...



Þennan póst fékk mamma í morgun:

Hejsan hopsan allasamman!

Var að tala við Guðrúnu áðan og hún hafði lítið að segja svosem, en gat aðeins skýrt stöðuna fyrir okkur.
Hún náði í þýðandann í síma í hádeginu í gær og hafði eitthvað komið uppá hjá honum þannig að hann hafði ekki getað komist í þetta. Ekki vissi hún hvað hafði komið uppá, þekkir hann ekki neitt og kunni ekki við að ganga á hann.
En hún fékk frá honum að hann ætlaði að reyna að klára þetta í gær eða í dag, ekki komið enn frá honum þannig að við vonum bara að þetta komi síðar í dag.
Guðrún lagði áherslu á við hann að það væri beðið eftir þessu með mikilli eftirvæntingu og hafði reyndar gert það þegar hún fékkan til að gera þetta. Þannig að hann er allavega með það á hreinu núna að það liggur á þessu!!
EF hún fær þetta í dag eða kvöld og hún getur prentað þetta út í fyrramálið fyrir Gest og farið með þetta til hans(og rekið á eftir honum) þá er fyrsti séns að við fáum þetta á föstudag.
Gestur hefur aldrei svarað henni samdægurs, oftast daginn eftir en stundum daginn þar á eftir.
Þannig að við verðum að bíða fram á föstudag, ég spái því að Gestur reyni að koma þessu frá sér á föstudagsmorgun ef það er einhver séns og þá gangi það eftir að við fáum þetta á föstudag.....

Kveðja frá Egilsstöðum,
Kári Valur, Valdís og Hekla Xi.





Mamman varð frekar "desperat" og skrifaði þetta til baka:


NEI NEI NEI NEI NEI NEI NEI NEI......................................

VÉR MÓTMÆLUM ALLIR !
Þolinmæðistaugin mín getur kannski strekkt sig til föstudags EN ekki lengur.
Þetta er náttúrulega fáránlegt !
Lilja ! Hvað með frænda þinn hefði hann ekki verið búin að þessu ?
Nú verð ég að fara taka til minna ráða.................
Söfnum við undirskriftalista ?
Förum í mótmælagöngu ?
Kaupum meira af barnafötum ?
EÐA......
Hvað segið þið ?????????
Segið mér þið sem eruð reynslunni ríkari í ættleiðingamálum, Kári+Valdís og Bjarni+Ingibjörg hvernig lifir maður þetta af ?
Hvar er "survivor kittið" ??????
SOS SOS SOS SOS SOS SOS SOS SOS SOS SOS SOS

Kemur enginn til bjargar ???
Hrönn


Guðrún hjá íslenskri ættleiðingu svaraði kallinu - án þess þó að hafa heyrt
í okkur.


Blessuð öll.
Staðan varðandi upplýsingar um börnin er núna sú að þýðandinn byrjaði á
verkinu en hefur ekki getað lokið því. Ég sendi honum
tölvupóst tvisvar í síðustu viku og reyndi að ná honum í síma. Það tókst í
gær og hann baðst afsökunar á að eitthvað hefði komið upp sem tafði en hann
ætlaði að reyna í gærkvöldi og dag að vinna þetta. Vonandi gengur það upp.
Síðan er Gestur eftir, föstudagur er ennþá mögulegur dagur þótt ég geti ekki
lofað því. Við gerum okkar allra besta til að þetta geti gengið upp.
Til fróðleiks má geta þess að margir sænskir og bandarískir og einhverjir
danskir umsækjendur eru í sömu töfum og þið, að bíða eftir þýðingu. Það er
slæmt þegar hittist svona illa á með fríið á sama tíma og þessi mikilvæga
vinna við þýðingarnar þarf að fara fram.
Sem betur fer gleymast þessar þrengingar fljótt þegar gleðin yfir yndislegum
börnum tekur við.
Ég hlakka til að hafa samband við ykkur um leið og hægt er.
B kv
Guðrún




Jæja OK þá þýðir ekkert annað að draga andann djúpt og byrja að telja niður......


Mamman reyndi að dreifa huganum og bað ömmuna að koma með sér í ljós. (Amman þurfti að hjálpa mömmunni að þvo hárið það sullaðist helling af vatni á gólfið - Úps !)
Eftir það var farið í Góða Hirðinn - langt síðan að mamman hafði farið þangað.
Mömmunni finnst alltaf eins og hún sé í fjarsóðsleit þegar hún finnur dýrgripi eins og þessa sem myndirnir eru af. Ekki skemmir það fyrir ánægjunni að hver hlutur kostar bara frá 50 kr. og uppí nokkra hundrað kalla.









Flott "beauty box" fyrir heimasætuna




Fínn burðarpoki fyrir Pöndu bangsa eða dúkku. Þetta förum við með til Kína til að vera með eins - þegar mamman eða pabbinn halda á Stubbalínu í fína burðarpokanum sem við fengum lánaðann frá Unni Ósk í Hrísey.





Þennan rosalega skemmtilega "eighties" dúkkuvagn keypti mamman á 800 kr. Þegar hann kom í hús stökk Bjartur uppí hann um leið. Honum leist svona rosa vel á hann. Vonandi finnst Stubbalínu hann líka flottur.




Ónotað gamalt dúkku burðarrúm og þessi sæta dúkka passaði ákkúrat !



Mamman fékk líka 4 svona kínverskar krukkur til að hafa í eldhúsinu.

Engin ummæli:

Þátttakendur