Amma Fríður kom og náði í mömmu og þær fóru í göngutúr - það var ágætt til að dreifa huganum. Fórum niður í Skeifu í nokkrar leikfangabúðir til að kanna hvort og hvað væri til af asískum dúkkum. Í Hagkaup var ekkert til, þó var þar til svertingja dúkka. Konan í leikbæ fannst þetta nú bara skrítin spurning ! En í dótabúðinni við hliðina á góðu ísbúðinni (man ekki hvað hún heitir) þar voru 2 asískar dúkkur. Önnur frekar venjuleg - ekki mikið asísk fannst mér - hún kostaði ca. 5000 kr. En hin sem var í Tígrisbúningi - virkilega flott - var 3x dýrari. ÚPS það er allt of mikið að borga rúm 15.000 kr. fyrir dúkku ? Er það ekki - þó hún sé falleg ?
Hún er svipuð og þessi hérna á myndinni. Þessa dúkku er hægt að kaupa hér:
http://www.chinasprout.com/shop/toys
Ætli það sé ekki best að versla dúkkuna á Netinu ?
Mamman fór samt ekki tómhent heim því að hún sá rosalega sæta bleika sandala úr leðri --- NB ekki plast ! Þeir eru nr. 22 kannski passa þeir á Stubbalínu í Kína ? Svo krækti mamman líka í krúttlegar sokkabuxur. Sjá mynd:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli