Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

12. feb. Enn engar fréttir frá ÍÆ

Við erum orðin virkilega spennt og vonumst til að fá fréttir sem fyrst um Stubbalínu. Pabbi er alveg viss að það verði á morgun - vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Hann fór nefnilega með plaggið um að við ætlum að fara í einu sem öllu eftir því sem ÍÆ hefur beðið um - undirritað af okkur - síðasta fimmtudag til Guðrúnar. Þá fannst honum eins og þær teldu það líklegast að við fengjum að sjá myndina um miðja næstu viku. En Ingibjörg (sem er með okkur í hóp 17) skrifaði mömmu að Bjarni maðurinn hennar hefði rætt við ÍÆ í dag og eitthvað hefði komið upp hjá þýðandanum ! Þessvegna væri ekki líklegt að við fengjum upplýsingar á morgun.



Amma Fríður kom og náði í mömmu og þær fóru í göngutúr - það var ágætt til að dreifa huganum. Fórum niður í Skeifu í nokkrar leikfangabúðir til að kanna hvort og hvað væri til af asískum dúkkum. Í Hagkaup var ekkert til, þó var þar til svertingja dúkka. Konan í leikbæ fannst þetta nú bara skrítin spurning ! En í dótabúðinni við hliðina á góðu ísbúðinni (man ekki hvað hún heitir) þar voru 2 asískar dúkkur. Önnur frekar venjuleg - ekki mikið asísk fannst mér - hún kostaði ca. 5000 kr. En hin sem var í Tígrisbúningi - virkilega flott - var 3x dýrari. ÚPS það er allt of mikið að borga rúm 15.000 kr. fyrir dúkku ? Er það ekki - þó hún sé falleg ?


Hún er svipuð og þessi hérna á myndinni. Þessa dúkku er hægt að kaupa hér:
http://www.chinasprout.com/shop/toys

Ætli það sé ekki best að versla dúkkuna á Netinu ?


Mamman fór samt ekki tómhent heim því að hún sá rosalega sæta bleika sandala úr leðri --- NB ekki plast ! Þeir eru nr. 22 kannski passa þeir á Stubbalínu í Kína ? Svo krækti mamman líka í krúttlegar sokkabuxur. Sjá mynd:




Um kvöldið fór pabbinn að keppa í íshokkí á móti Birninum. Kom svo reifur og glaður í bragði heim og sagði að hann hefði skorað sitt fyrsta mark í leik JEi Goal !! Myndin segir meira en þúsund orð !

Engin ummæli:

Þátttakendur