Í gær fékk pabbinn allt í einu nafn á Hua Zi í hausinn þegar hann var að sjóða hrognin. Nafn sem okkur líkaði strax mjög vel við. Það hæfir henni og hljómar vel saman við Hua Zi.
Við viljum því nefna hana opinberlega sem fyrst - það hæfa ekki gælunöfn á þessa stelpu. En við viljum að okkar nánasta fólk fái að vita það með formlegum hætti og það verður á fimmtudagskvöldið. Pabbinn ætlar að undirbúa allt - prenta út kínversk tákn og alla stafina. Við vildum líka að skírnarvottarnir yrðu með en áttum eftir að spyrja annan formlega ! Við vorum búin að biðja Auði frænku pabbans og vorum ekki viss hvort það gæti verið önnur kona - önnur guðmóðir ! Þannig að pabbinn hringdi í sr. Huldu Hrönn sem við erum búin að biðja um að skíra litlu skottuna og spurðum hvort það væri ekki í lagi að guðmæðurnar væru tvær. Það var sem betur fer hægt.
Þannig að mamman og pabbinn fóru til Astrid - frænku mömmunar til að spyrja hvort hún vildi vera guðmóðir/skírnarvottur fyrir Hua Zi.
Hún sagði JÁ og sagði að það væri henni heiður - mikið vorum við ánægð. Astrid hefur sýnt það nú í þessu ferli eins og oft áður hversu hún mikið hún stendur með okkur og samgleðst okkur. Það er alltaf hægt að stóla á hana. Hún var líka komin undir eins þegar hún vissi að við vorum búin að fá myndirnar af skottuni á föstudeginum.
Það verður sko spennandi að segja þeim íslenska nafnið hennar Hua Zi á fimmtudaginn.
Gestabók Kínastelpunnar
þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli