Kristófer búin að snúa við Háinu ........ fremsta stafnum
Astrid snéri við Ainu (hennar staf) í miðjunni og spennan magnast !
Allir mjög ánægðir og segja að það hæfi vel þessari stúlku.
Þetta var yndisleg kvöldstund með fólki sem er okkur dýrmætt og sem á eftir að hafa mikið með Hörpu Hua Zi að gera í framtíðinni.
Amma Fríður kom með þessa fallegu peysu í tilefni nýja nafnsins.
Þetta er peysa sem Hanna eða Matta í Hrísey hafa líklega prjónað og verið að selja í Perlunni (handverkshúsinu). Amman keypti hana afþví að henni fannst hún svo sæt - en grunaði alls ekki að Harpa Hua Zi gæti passað í hana. Haldiði að maður verði fín ?
Undirbúningur mömmunar hófst þegar hún keypti pappír og skraut í "mont" albúm sem allir viðstaddir áttu að fá í nafnaveislunni.
Eftir vinnu var byrjað að föndra með diggri hjálp Kristófers svo bættist Guðný í hópinn og þannig gátum við klárað 6 "mont" albúm fyrir kvöldið.
Svo eftir að nafnið var ljóst og búið að fá sér piparmyntu og bananaís auk hind, blá og jarðaberja þá fóru stóru systkinin aftur niður í vinnuherbergi mömmunar og héldu áfram að skreyta albúmin sín. Það var heilmikil stemning hjá þeim og það á víst að sýna krökkunum í skólanum á morgun. Spennó hvað verður sagt !
Mamman var líka búin að fara inná ungi.is og kanna hversu algeng nöfn allra viðstaddra væri á Íslandi.
Hér eru þær upplýsingar efst það algengasta:
Guðný Skírnarnafn 1252 Millinafn 389
Auður 1048 126
Þórunn 1030 207
Tómas 734 147
HARPA 665 236 (verða nú bráðum 666)
Kristófer 483 75
Hrönn 366 749
Fríður 36 19
Astrid 26 8
Svo var annað sem mamman fann út en það er til stjörnumerki á himnum sem heitir Harpa. Svona lítur það út:
Elsku Harpa Hua Zi við getum ekki beðið eftir að fá þig heim í fjölskyldufaðminn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli