Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 16. febrúar 2008

15. feb. föstudagur. Mikil gleði og þakklæti

Mamman og pabbinn sjá fyrsta pappírinn um litlu stelpuna þeirra hjá Guðrúnu í ÍÆ.


Þetta er búin að vera stórkostlegur dagur og meira en það. Við fengum hringingu uppúr hádegi frá Guðrúnu í ÍÆ og vorum komin þangað rúmlega eitt. Mikið vorum við spennt og hrærð yfir því að fá nú loksins að sjá litlu dóttur okkar og fá upplýsingar um hana.




Þetta er knúsið sem mamma gaf pabba þegar hann kom til að ná í hana til að fara uppí ÍÆ !


Afþví að mamman er núna svooooo þreytt - hafði lítið sofið nóttina áður !!! þá ætla ég að leyfa mér að setja aðeins grunnupplýsingar núna en mun bæta úr því fljótlega.

Mig langar samt áður en lengra er haldið að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Litla stúlkan í Kína er ætluð okkur og mun verða yndið okkar. EN enn sem komið er megum við ekki setja myndir af henni á opinbera staði og/eða vefsíður þarsem hún er lagalega og strangt til tekið enn ekki orðin okkar. Því munu ekki birtast myndir af henni hér fyrr en seinna þegar hún verður lagalega séð hluti af okkar fjölskyldu.


Öllum er samt velkomið að koma til okkar og kíkja á myndirnar - það er búið að prenta þær út í öllum stærðum og gerðum --- verst að ég hef ekki A3 prentara !!! Við verðum heima á laugardeginum og fram til tvö á sunnudegi - en þá förum við á 30 ára afmæli ÍÆ (íslenskrar ættleiðingar) þar verðum við sko mætt með MYNDIRNAR til að monta okkur af snúllunni.


Nú jæja loksins kem ég mér að aðalatriðinu:
Stúlkubarn fannst 7 júní 2007 (sjáiði tölurnar - 7 er okkar tala) í Yangchun - Guandong héraði í Kína (sama hérað og Hong Kong og Macau - syðst í Kína). Þetta er héraðið sem mamman var búin að veðja á þegar ljóst var hvaða 4 kæmu til greina. Og vitiði hvað ? Þar er hótel sem heitir White Schwan Hotel - ætli við verðum þar ???


Henni var gefið nafnið: Yang-Chun Hua-Zi
(fyrri nafnið er heiti borgarinnar þar sem hún fannst en hennar eigið nafn er Hua-zi)
Hér kemur þýðing á nafninu eftir því sem ég gat best fundið með því að google !
HUA 华, 花 f & m ChineseFrom Chinese 华 "magnificent, Chinese" or 花 "flower" (which
is usually only feminine).
ZHI 志, 智 m & f ChineseFrom Chinese 志 "determination, aspiration" or 智 "wisdom, knowledge".


Stjörnumerki hennar er tvíburi eins og báðar ömmurnar og Auður guðmóðir hennar. 'Akkúrat þær konur sem voru sem lengst hjá okkur í dag :-D
En samkvæmt kínverskri dýraspá er hún fædd á ári gríssins - pabbinn heldur að hann sé líka grís - á eftir að tékka á því !

Hún var 52 cm og 3.8 kg (Kristófer var 50 og 3.86) áætlað er að hún hafi einungis verið nokkurra daga gömul þannig að hún hafi fæðst 2. júní 2007. Mamman fór strax að skoða í dagatalið sitt hvað hún var að gera þennan dag ....... var í IKEA að kaupa 2 hillur í herbergið hennar og fyrsta tuskudýrið - strútur - hér er hann. Hann er semsagt alveg jafngamall henni :-)




Þeir sem eru góðir í hugarreikningi hafa líklega áttað sig á því að nú er hún bara 8 mánaða gömul. Guð minn góður ! Ég var aldrei búin að reikna með því ! Vanalega hafa börnin verið eldri og oft hafa eldri foreldrar fengið eldri börn. Mamman alltaf reiknað frekar með að hún yrði nær 2 ára aldrinum !!!! Þannig hafa nú öll kaup á síðustu árum verið keypt minnst 18 mánaða - helst 24 mánaða. Meira að segja fannst nú pabbanum nóg komið af litlum fötum og þegar þau fóru saman að versla - líklega 2 vikur síðan - þá sagði pabbinn að þetta væri nú ekki hægt - kannski yrðu fötin bara allt of lítil eða hún myndi vaxa strax uppúr þeim ! Þannig að mamman tók næstu stærð fyrir ofan semsagt 3-4 ára sem þýðir það að Stubbalína noti þau 2010 eða 11 !!!!! Það er samt í besta lagi - hún á sko örugglega eftir að stækka hratt.

Við förum líklega út í byrjun apríl og það erum við mjög ánægð með því að það verður sko nóg að gera þangað til t.d. ganga í að sortera föt uppá nýtt ;-D

Svo eru stóra systirinn hún Guðný og stóri bróðir Kiki að fermast í mars og auðvitað nóg að gera í kringum það - jjjiiiiií þetta er allt svo spennó og frábær tími framundan.

Við erum svo rosalega hamingjusöm og þykir vænt um hvað vinir og vandamenn hafa sýnt okkur mikinn kærleik og sent fallegar kveðjur í dag.
Í dag vorum við líka umvafinn yndislegu fólki sem deildu þessari ómetanlegu og dýrmætu stund með okkur. Kiki hringdi nú í okkur meðan við vorum enn í ÍÆ og spurði hvar eruð þið ??? Þá voru nefnilega heima að bíða úr spenningi Kristófer, amma Fríður, amma Dúdú og Steina systir Tomma. Steina og amma Dúdú komu með dásamlega fallegar bleikar liljur og bleikt ilmkerti. Þetta eru litir sem eru aldeilis í stíl við stúlkuna hún er nefnilega í handprjónaðri ljósbleikri peysu og bleikum joggingbuxum. Svo kom Stefán fósturpabbi Öldu Karenar með skvísuna afþví að hún verður hér hjá okkur um helgina. Eftir það kom Astrid frænka - sú sem hafði svo góð áhrif á Gest lækni þannig að hann dreif í að kíkja á gögnin okkar. Að lokum kom Auður frænka pabbans sem var búin að samþykkja að vera guðmóðir Stubbalínu.
Það var stanslaust flottar veitingar - súkkulaði kaka og vínarbrauð og svo um kvöldið fór pabbinn í Núðluhúsið og keypti það sama og venjulega - kjúkling með kashjú hnetum, núðlur með grænmeti og hrísgrjón.
MMmmmmm allt rosalega gott og vel við hæfi á þessum merka degi tileinkuðum Stubbalínu.

1 ummæli:

torunnk sagði...

Yndislegt að lesa þetta, mikið hefðum við verið til í að vera með ykkur í partýinu á Snekkjó :)En við hugsuðum fallega til ykkar :)
Tómas Freyr stóri frændi er líka tvíburi :)
Jibbý, núna get ég farið að versla stelpuföt, ég ætla að fara að byrja á því strax..... hún verður nú að fá send föt sem hún passar í þegar hún kemur á Snekkjó :) ji þetta er svo spennandi :)

knúsar og kossar frá Köben :)

Þátttakendur