Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

3. jan. 2008 Fréttir frá RQ

Mamma vor svo ánægð að komast aftur í bæinn til að skoða hversu langt kínverjarnir hefðu afgreitt LID núna um þessi mánaðamót !
En það urðu heldur betur vonbrigði - einungis hafði verið afgreitt til 19. des. 2005 ! Ótrúlega fáir dagar !


Þennan póst fengum við í upphafi árs frá Guðrúnu í ÍÆ:

Gleðilegt ár, ágætu umsækjendur.

Í morgun birti CCAA á vef sínum að umsóknir með LID til með 19 des 05 hefðu nú verið afgreiddar.
Miðað við hve fáir dagar hafa verið afgreiddir að undanförnu sýnist mér nú litlar líkur á að þið fáið upplýsingar um börn um næstu mánaðamót en við höfum ekkert heyrt um það frá CCAA frekar en áður. Mér finnst þið standið ykkur vel í þessari erfiðu bið.
Ef við fáum einhverjar fréttir frá CCAA, sama hversu lítilvægar, þá læt ég ykkur strax vita.
Mér þærri gott að heyra frá ykkur hvort allir fá póst á þessi netföng eða hvort etv er betra að senda á önnur netföng.
Ykkur er velkomið að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi það sem í vændum er, ferðina eða annað. Eru ekki allir með vegabréf sem gilda næstu mánuði?
B kv
Guðrún


Þá er alveg öruggt að við erum ekki að fara á næstunni. FÚLT :-(
Það þýðir að líklega erum við að fara í maí jafnvel júní og þannig getum við ekki haft ferminguna hans Kristófers á hvítasunnunni í maí. Mamma hafði samband við Jón Helga prest og bað um að færa ferminguna til 24. mars - sem er annar í páskum. Með þessari breytingu getur enginn komið í ferminguna frá Ítalíu. En Betty og Ricky ætla að reyna að koma í vor -jafnvel maí.
Amma Fríður kom frá Gomera 4. janúar.

Engin ummæli:

Þátttakendur