Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 25. febrúar 2008

Fataskápur Hörpu Hua Zi endurskoðaður

Yndislegur sunnudagur ! Fjölskyldan í cósý fíl heima - fengum gesti í brunch Ester og syni hennar Friðrik og Tómas. Þau komu auðvitað til að sjá myndirnar af Hörpu Hua Zi, þeim fannst hún gullfalleg.......kemur mömmunni ekki á óvart !!



Tinna mömmusystir kíkti rétt við á leiðinni útá flugvöll. Þau eru nú búin að vera í 1 viku á Íslandi. Hún sagðist vita um fínan matarstól fyrir Hörpu Hua Zi og svo ætlaði hún að biðja tengdamömmu sína að leita að litlu fötunum hans Brimars. Kannski við getum notað eitthvað af þeim ?

Svo fór pabbinn í kínanuddið í Kópavoginum en á meðan fórum við Kiki á msn og ræddum við Söru og co í fyrsta sinn í gegnum tölvuna.

Eftir það var mamman alveg rosalega dugleg að fara í gegnum öll fötin sem hefur verið safnað, lánað, saumað eða keypt á stelpuna okkar. Þarsem það var aldrei öruggt hversu gömul hún yrði þegar hún kæmi þá hefur safnast saman stærðir frá 80 til 3.-4. ára.


Þetta er semsagt mest allt mikið stærra en hún hefur not fyrir strax. Vá heljarinnar vinna að kíkja á allar stærðir og flokka niður.







En mikið er gott að vera búin að þessu ! Þannig að nú er rúmt um þau föt sem hafa verið keypt í stærð 74, 80.

Það var ekkert annað hægt en hafa þetta á hreinu, mamman sá annars fyrir sér caos þegar pabbinn eða Kiki færu að finna til föt á Hörpu Hua Zi. En núna verður þetta ekkert vandamál allt á sínum stað og í réttum stærðum fyrir hennar aldur. Mömmunni líður mikið betur - já ég veit ég er algjör skipulagsfíkill - svoleiðis er það bara !!!

Engin ummæli:

Þátttakendur