Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Pabbi er að kaupa gjafir handa mér og mömmu


Í gærkvöldi voru 2 pakkar á stofuborðinu, einn til mín, og í fallega kortinu stendur "Velkomin til Íslands, litla fallega stúlkan okkar. Þínir elskandi foreldrar". Ég hlakka mikið til að opna þennan pakka en mig grunar að í honum séu 2 Disney-bækur, önnur um ævintýrið Madagascar og hin um dýrin í Konungi Ljónanna og Skógarlíf. Pabbi ætlar að lesa þær fyrir mig og segja mér frá. Ég hlakka mikið til.



Í mömmu pakka eru 2 frábærar sneiðingarbækur (scrap), sem er uppáhalds föndrið hennar mömmu, önnur um sneiðingarsíður fyrir barnið (vonandi mig) og síðan fyrir fjölskylduna alla. Alls eru í hvorri bók á milli 250 og 300 heilsíðuhugmyndir að góðum sneiðingum.



Kortið finnst mér líka vera æðislegt, eldrautt flauel sem á stendur ÁST, með gylltum stöfum. Þegar kortið er opnað eru þar 4 gullbryddaðar smáorðsendingar, aftan á 3 stendur Þinn Tommsi en framaná stendur gylltum stöfum: Ég elska þig, Ég sakna þín, Þú ert mín og á síðustu stendur Orðsending til þín og það sem þar stendur aftaná er trúnaðarmál.

Mér finnst þetta voðalega sætt af pabba mínum og veit að mamma verður mjög ánægð.

Engin ummæli:

Þátttakendur