Gestabók Kínastelpunnar
fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Pabbi er að kaupa gjafir handa mér og mömmu
Í gærkvöldi voru 2 pakkar á stofuborðinu, einn til mín, og í fallega kortinu stendur "Velkomin til Íslands, litla fallega stúlkan okkar. Þínir elskandi foreldrar". Ég hlakka mikið til að opna þennan pakka en mig grunar að í honum séu 2 Disney-bækur, önnur um ævintýrið Madagascar og hin um dýrin í Konungi Ljónanna og Skógarlíf. Pabbi ætlar að lesa þær fyrir mig og segja mér frá. Ég hlakka mikið til.
Í mömmu pakka eru 2 frábærar sneiðingarbækur (scrap), sem er uppáhalds föndrið hennar mömmu, önnur um sneiðingarsíður fyrir barnið (vonandi mig) og síðan fyrir fjölskylduna alla. Alls eru í hvorri bók á milli 250 og 300 heilsíðuhugmyndir að góðum sneiðingum.
Kortið finnst mér líka vera æðislegt, eldrautt flauel sem á stendur ÁST, með gylltum stöfum. Þegar kortið er opnað eru þar 4 gullbryddaðar smáorðsendingar, aftan á 3 stendur Þinn Tommsi en framaná stendur gylltum stöfum: Ég elska þig, Ég sakna þín, Þú ert mín og á síðustu stendur Orðsending til þín og það sem þar stendur aftaná er trúnaðarmál.
Mér finnst þetta voðalega sætt af pabba mínum og veit að mamma verður mjög ánægð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli