Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Afi og skáamma ætla kannski að flytja í næst nágrenni

Afi minn Jón Grétar kom heim á mánudagin til að skoða myndirnar af mér. Hann var í nágrenninu, að skoða íbúð í líklega dýrasta fjölbýlishúsi landsins, en meðalverð á fermeter er um 400.000 og allt upp í 580.000 á fermeter. Þannig kostar 2ja herbergja íbúð á 4. hæð, um 105 fermetrar, 61.000.000. Líkurnar á að afi og skáamma mín flytji í 150 m. fjarlægð frá okkur, sem vissulega væri gaman, eru því ekki miklar. Þessi hús eru á milli Miklubrautarinnar og gömlu Suðurlandsbrautarinnar og kannski þarf ég bara að fara aðeins lengra til að heimsækja þau.

Engin ummæli:

Þátttakendur