Mamman er búin að gera hitt og þetta til að láta tíman líða t.d. leysa svona þraut. Hvað eru mörg dýr á þessari mynd ?
Er ekki enn búin að finna það út, vill einhver giska ????
EN svo allt í einu þegar mamman var niðursokkinn í þrautina kom þessi stutti en yndislegi póstur frá Guðrúnu í ÍÆ:
er komið, get ekki lofað neinu fyrir morgundaginn en það er hugsanlegt.
B kv
Guðrún
Það er sem sagt búið að þýða gögnin frá kínversku og nú er allt undir því komið hvað Gestur læknir verði kvikk að skoða pappírana ???
Mamman skrifaði Astrid frænku strax póst og talaði inná talhólfið hennar til að biðja hana að beita sínum einstöku töfrum á Gest. Hún var jú næstum því orðin tengdadóttir hans á sínum tíma. En á meðan ekkert haggast er eins gott að halda sönsum. Ingveldur mömmu vinkona ætlar að kíkja í heimsókn - það er svoooooo langt síðan við höfum hist.
Nú er bara að vona að þetta gerist á morgun afþví að þið vitið það sem þekkja mömmuna að hún byrjar ekkert á mánudögum. Það kann ekki góðri lukku að stýra!!! Hef reynt að breyta útaf þessari reglu en..... no no það hefur sýnt sig að það borgar sig ekki.
Þannig að það kemur ekki til mála að ég sjái myndina af dótturinni í fyrsta sinn á mánudegi !
Þyrfti því að vera þriðjudagur sem er ágætur í sjálfu sér EN bara alltof langt þangað til !!!!
OK nú allir saman nú KROSSA PUTTA fyrir morgundeginum.
Gestabók Kínastelpunnar
fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oh! vonandi kemur þetta á morgun. Þið verðið galin ef þið þurfið að bíð fram í næstu viku, svo náttúrulega ekki hægt að hefja nýtt upphaf á mánudegi ;o)
Ég var með Ingibjörgu og Bjarna í hóp síðast og er í grúbbu með Birnu Blöndal núna ;o)
Gangi ykkur vel á endasprettinum
Inga Magga
Akureyri
Skrifa ummæli