Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Maturinn í höfuðborg míns héraðs, Goung Zhou

Það er mjög mikil matarstemmning í borginni og margir líta á hana sem matarhöfuðborg Kína. Þarna finnst ekki bara kantónskur matur, heldur alla skólana innan kínverskra matargerðar, auk annars asíks mats. Ekki skemmir fyrir að veitingarstaðirnir eru opnir allan sólarhringinn. Sumir fara út að borða allt að 4 sinnum á sólarhring, að morgni, í hádeginu, að kvöldi og svo eftir kvöldskemmtanir. Veitingastaðirnir í Kína eru yfirleitt svæðisbundnir og það er oft munur á milli héraða.





Hérna fylgir ein frábær uppskrift, sterkur réttur, þar sem Szechuan-piparinn er að finna í uppskriftinni. Ef bitið er í hornið af piparnum dofnar munnurinn upp, en svo er líka hægt að nota kóríander í staðinn eða bara sleppa því að bíta í hann.


MAPU TOFU





500 gr. stinnt tofu



250 gr. svínahakk



1 msk. sojasosa



klípa af míassterkju



2 grænir laukar, t.d. vorlaukar



1 hvítlauksgeiri



2 msk. olía til steikingar



2 msk. svartbaunasósa



1/2 teskeið chili-þykkni



1/2 teskeið hvítlauksmauk



2 msk. vatn eða kjúklingakraftur



1 tsk szechuan-piparkorn eða mulinn, þurrkaður kóríander

Látið vökvann renna af tofu-inu og skerið í mátulega stóra kubba. Leggið hakkið í löginn í u.þ.b. 20 mínútur. Skolið græna laukinn og skerið skáhalt í 3 cm. bita. Brytjið hvítlaukinn smátt. Hitið wokpönnuna á meðalháum hita. Bætið olíu á pönnuna. Þegar olían er orðin heit er chili-þykkni og hvítlauk bætt við og steikt þar til það ilmar, á að giska í 30 sek. Bætið hakkinu við og steikið þar til hakkið er nokkurn veginn eldað í gegn. Lækkið niður í miðlungshita og bætið svartbaunasósu og tofu-kubbum á pönnuna. Látið krauma við miðlungshita þar til tofu-ið er brúnað, u.þ.b. 8 til 10 mínútur. Bætið við vatni/kjúklingakrafti eins og þörf er á. Sáldrið szechuan-piparkornum eða kóríander og græna lauknum yfir réttinn rétt aður en hann er borinn fram.

Berist fram með gufusoðnu grænmeti og hrísgrjónum. Það má sáldra hvítlauk yfir grænmetið við gufusuðuna ef þið viljið.

Verði ykkur að góðu að prófa réttinn frá mínu heimahéraði.
Ég hef ekki smakkað hann ennþá, end of sterkur fyrir litla magann minn.






Engin ummæli:

Þátttakendur