Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 11. febrúar 2008

Jólin 2007

Við ætluðum að halda jólin okkar fyrir norðan en svo þegar við vorum að fara leggja í hann - pabbi búin að ná í mömmu á Segafredo þar sem hún var búin að kaupa Torta della nonna til að hafa ítalskan eftirrétt á jólunum.
þá þá þá keyrði pabbi yfir vegarkant og með det samme slitnaði bensín lögnin. Þá var ekkert annað að gera en að hringja í afa Trausta og hann kom og dró bílinn uppí verkstæði Sigga stóra.
Eftir þetta var nauðsynlegt að fara yfir í plan B: greinilegt var að við kæmumst ekki til Hríseyjar fyrr en milli jóla og nýárs og þarsem allt jólaskraut var fyrir norðan fór mamman af stað og reif næstum því síðasta gerfi jólatréð úr höndunum á köllum sem reyndar vildu stærra, endaði með því að þeir fengu útstillinga tréð.
Svo var allt sett í 5 gír og þá tókst að gera svo rosalega jólalegt hjá okkur. Amma Dúdú var hjá okkur allt kvöldið og við fengum eins og venjulega fínan hamborgarahrygg sem pabbi bjó til. Afi Trausti kom svo seinna eftir að hann hafði borðað hjá Heiðu.
Það var mikið pakka flóð og mikið af fallegum gjöfum fyrstu pakkarnir sem við opnuðum voru frá Kiki. Kristófer hafði farið og valið sjálfur gjafir handa okkur hann keypti óhemjufallegan kross handa mömmu sinni og bókina um þyrlub hjörgina handa Tomma. Hann var ekki síður spenntur að sjá viðbrögðin frá okkur. Við vorum alveg í skýjunum með þessar gjafir. Svo fengum við pabbi fengum CD diska og bók til að læra kínversku frá Stubbalínu. Svo fékk Stubbalína fallega bók frá okkur um speki austurlanda 365 daga ársins. Þetta voru dáldið erfið og skrítin jól afþví að þetta eru fyrstu jólin eftir að Marcello dó og hann hafði alltaf verið með okkur á jólunum.

Engin ummæli:

Þátttakendur