Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 23. febrúar 2008

Verslunarferð ömmunar og mömmunar

Harpa Hua Zi er 8 mánaða og 3 vikna í dag.

Amman og mamman fóru í frábært outlet sem Jónína úr IR hafði sagt mömmunni frá í vikunni. Þar var sko heldur betur hægt að gera góð kaup á flottum fatnaði (í réttri stærð) á skottuna hana Hörpu Hua Zi. Rétt á undan okkur smeygðu þau Jakob Frímann Magnússon og frú sér inn og ætluðu greinilega líka að gera góð kaup. Við ætluðum ekki að stoppa lengi en tíminn leið hratt og áður er varði stóð mjög þolinmóð afgreiðslukona yfir okkur (1/2 tíma eftir lokun) og benti okkur góðlátlega á að það væri búið að loka. Þá sagði mamman að hún væri að finna litlar stærðir á kínastelpuna sína sem væri að koma bráðum og miklu yngri en allir höfðu þorað að vona. Þá varð konan enn almennilegri og benti okkur á fullt af fötum í stærð 74 sem verður liklega alveg passlegt þegar við naúm í hana Hörpu í apríl. 'Otrúlegt að hægt sé að selja föt frá 100 kr. og nærboli á 150 kr. Aðrar flíkur kostuðu bara nokkra hundrað kalla, við vorum alveg hissa á að hægt væri að bjóða gæðaflíkur á þessu verði - hugsið ykkur álagninguna almennt í verslunum !!! Amman var grand á því og keypti fullt af fötum m.a. útikápu í plómulit, gallajakka með gallapilsi, appelsínulitar buxur í stíl við pabbann og fullt af öðrum flottum fötum. Mamman á eftir að taka myndir og setja inn til að sýna hvað þetta er flott. Það verður ekki hlaupið í það því við löbbuðum út með hvorki meira en minna en 4 poka. Yndislega afgreiðslukonan fylgdi okkur út að dyrum og óskaði okkur alls hins besta og góðrar ferðar til Kína.
Næst fórum við í dótabúðina just4kids svona bara til að forvitnast. Við vorum nú ekkert rosa hrifnar af dótinu - þó að væri af nógu að taka. Sáum þó nokkrar krúttilegar tuskubrúður, flottan bílstól og púsluleikmottur með stafrófinu sem væri alveg ágætt að eiga !!! Vantar einhvern gjafahugmyndir handa Hörpu Hua Zi ???? Mamman fór þó ekki tómhent út - það var rosa sæt snuddufesting sem varð að koma með heim. Á þessum tímapunkti var amman orðin alveg rosasvöng þannig að við skelltum okkur yfir í IKEA - búmmluðum og borðuðum í dágóðan tíma. Mamman fann flott græn kerti á 30 kr. sem á að skreyta með í fermingarveislunni hans Kristófers 24. mars. Vorum einnig til lokunar í þessari búð ! Við sem ætluðum ekki að vera lengi. Fórum svo heim á flottu Panda bifreiðinni hennar mömmu og sýndum Kiki og pabbanum með stolti það sem var fest kaup á í dag. Þeir voru alveg baff yfir þessum frábæru kaupum. Vááá kannast einhver við svona rúss eftir vel heppnaða shopping ferð ??? Það verður aldeilis frábært að sjá snúlluna í þessum fínu fötum - getum bara ekki beðið !

Þetta er það sem mamman keypti á Hörpu Hua Zi.


























Þetta eru föt sem amman keypti handa Hörpu Hua Zi








Engin ummæli:

Þátttakendur