Gestabók Kínastelpunnar
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Pabbi fór í nudd og ég er komin með tilboð um píanótíma
Kínverski nuddarinn í Hamraborg, var mjög hrifin þegar pabbi sýndi henni myndir af mér. Hún sagði að ég væri mjög fríð, og benti á kúpt ennið og kinnbeinin því til stuðnings. Pabbi gelymdi að spyrja hvað nafnið mitt Zi merkir, en ætlar að gera það á föstudaginn, í næsta nuddtíma. Hann lofaði líka að koma með mig á nuddstofuna þegar við komum heim, og það gæti borgað sig. Konan er nefnilega búin á bjóða okkur bæði kínverskukennslu og mér píanókennslu en 22ja ára dóttir hennar talar bæði kínversku og íslensku og kennir á píanó. Hver veit nema að ég slái til, þegar ég stækka aðeins meira og næ niður á píanópedalana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli