Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Gott að eiga góðan stað til að koma á þegar bíllinn bilar

Um miðjan janúar varð ég fyrir því óhappi að eldri fjölskyldubíllinn bilaði, það illa að Vaka varð allt í einu þjónustuaðili fyrir mig. Þetta gerðist framan við gamla Esso-húsið á Suðurlandsbrautinni og það var um 2ja tíma bið eftir kranabílnum. Þarna er ekki mjög mikið um áhugaverð vinaleg kaffihús, full langt í Múlakaffi og Hebbi söngvari búinn að loka ísbúðinni. Ég skreiddist því upp Síðumúlabrekkuna og hóf rölt austur eftir Ármúlanum. Veðrið hryssingslegt, slabb og frost. Við Ármúlann er ekkki mikið um spennandi útstillta verslanaglugga: eldhúsinnréttingar, rafvöruverslun, flísabúð, slökkvitækjaverslun og sendibílastöð. Ég var því feginn að komast inn hjá Guðrúnu og Fanneyju í ÍÆ, fá volgan drykk og uppbyggilegt spjall. Á þessum tíma var ekki farið að koma neitt stress í úthlutanir þannig að þetta var bara "cósy", spjall og aðeins verið að hugreysta, fræða og hvetja. Þegar ég síðan gekk til baka, án þess að virða fyrir mér útstillta reykskynjara né kafflistofu sendibílstjóranna hringdi Vöku-bílstjórinn og ég kom á nákvæmlega réttum tíma til þess að sjá til þess að færi nú ekki með annan bíl en minn gamla góða Renault.

Engin ummæli:

Þátttakendur