Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Nafn í gestabókinni kom pabba á óvart

Þega pabbi las gestabók síðunnar kom upp nagfnið Ásthildur, sem hann viss ekki alveg hver var. En það er ekkert nýtt, því nokkrir ókunnugir hafa kvittað þar eins og gengur. Hann og mamma þekkja Áshildi, Ástu í Borgarfirði og svo á ég eina frænku sem heitir Ásta. Pabba varð þó ekki um sel þegar hann las póstinn lengra, konan nefndi hann Tomma og ætlaði janfvel að taka frí í vinnunni þegar ég verð sótt til Kína, til þess að fylgjast vel með. Svo þegar að undirskriftinni kom skýrðust málin, undir stóð Ásta, Jói og Ragnheiður Guðrún. Þá loksins kveikti pabbi, þetta var Ásta í Borgarfirðinum, sem var í hópi 10. Hún er góð vinkona mömmu og pabba, hittir þau oft í Hrísey og á uppákomum hjá Íslenskri ætleiðingu. Núna skilur pabbi miklu betur þetta með gælunafnið og fríið.

Engin ummæli:

Þátttakendur