Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

26. - 29. jan. 2008 Nýji bíllinn hennar mömmu

Eftir að amma Fríður sagði okkur að hún vildi gefa mömmu bíl þegar við vorum að borða á Lækjarbrekku. Þá gerðust hlutirnir hratt (eins og vanalega allt hjá okkur) strax eftir matinn og "diskussjónir" um hina mismunandi bíla t.d. Clio sem amma og Kiki sögðu að væri sætur fyrir mömmu þá keyrðum við í B&L til að kíkja á bílana á planinu. Sáum ýmsa sem komu til greina m.a. Renault Megane með glerþaki hann var að vísu rauður - litur sem mamma er ekkert rosa hrifinn af. Á sunnudeginum fór Tommi að hjálpa ömmu á Hjalla en við Kiki fórum á netið að skoða bílasölur. Þar var t.d. einn Renault Megane - svartur - módel 2005 og einungis ekinn 26 þ. km. Mamma varð strax skotin í honum og ekki síður þegar hún sá hann. Þó að þræddar höfðu verið margar aðrar bílasölur þá var þessi henni alltaf efst í huga. Á þessum sunnudegi átti Guðný systir afmæli - 14 ára skvísa. Keyrðum við hjá henni - sungum afmælissönginn á tröppunum hjá henni og stoppuðum á meðan hún tók upp gjafirnar frá okkur.
Næsta dag fóru mamma og pabbi saman og svo amma og Kristófer saman til að prufukeyra svarta Renaultinn. Amma fann eitthvað að bremsunum - eins gott - það var síðan lagað. Eftir þennan dag var ákvörðunin tekinn - þetta átti að verða bíllinn hennar mömmu. ÆÐI FRÁBÆRT MEIRIHÁTTAR !!!!
Næsta dag var svo farið og gengið frá bílakaupunum - amma flott á því - 1.5 millj. á borðið TAKK TAKK !
Mamman var aldeilis montinn þegar hún keyrði í burtu frá bílasölunni á flotta bílnum sínum.

Engin ummæli:

Þátttakendur