Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 25. febrúar 2008

Staðan í ferðaundirbúningi til Kína

Ingibjörg og Bjarni í hópnum okkar tóku að sér að vera forsvarsfólk fyrir okkur.Fyrir helgi sendi Ingibjörg þetta bréf:

Sælir ferðafélagar,
Til hamingju með nöfnin þið sem eruð komin með þau.
Við erum ekki búin að fullvinna okkar. Það ríkir mikið jafnræði hjá okkur hjónum þ.e. ég fékk að ráða síðast og nú fær Bjarni að ráða. Ég geri ráð fyrir mjög íslensku og sterku nafni á litlu Qing okkar J
En að öðru, ég var að tala við Guðrúnu um hótelin og stöðuna. Ég kom því á framfæri hvaða hótel við viljum. Hún hafði ýmslegt að segja m.a. að einn hópur eða tveir voru ekki ánægðir með Grand vengna þess að einhverjir fengu reikning sem þeir áttu ekki og lentu í veseni með það. Svo er hótelið þannig að það eru tvær byggingar, önnur ný (sú sem við vorum í og vorum ánægð með) og svo eldri og verri bygging. Einhver hópur lenti í því að vera í nýju byggingunni áður en börnin komu en fengu svo gömlu bygginguna þegar þeir komu aftur með börnin. Ég bað hana um að kanna þetta og ítreka að við viljum absolut fá nýju bygginguna í bæði skiptin. Hún sagði að það væri kannski ekki í þeirra höndum. En ætlar að kanna málið. Ég sagði henni að það væri vel inní myndinni að fara þá á Crown Plaza og hún sagðist ekki vita hvort það væri enn í boði. En alla vega okkar óskir eru komnar á framfæri. Svo ítrekaði ég vilja okkar með White Swan og hún sagðist myndi reyna það en hugsanlega væri það dýrt á þessum tíma en ætlar líka að kanna það. Það eru víst fleiri góð hótel þar sem koma til greina.
Sending frá ættleiðingunni með okkar pappírum fór með DHL á miðvikudaginn og ætti að vera komin til Kína á mánudaginn. Það þýðir að næsta skref er fyrir þá að útbúa ferðaleyfi okkar. Það hefur tekið frá 3 vikum upp í 7. Í okkar tilviki skiptir öllu að þau verði afgreidd sem fyrst svo við komumst út fyrir trade fair. Ef þau nást ekki fyrir trade fair fáum við ekki að fara út fyrr en eftir það og það þýðir í lok apríl. Ég ítrekaði við hana að það sé bara ekki inn í myndinni að fara svo seint og bað hana að gera allt sem í hennar valdi er til að ýta á það. Við höfum beðið nógu lengi. Hún lofar að senda pósta og ýta eins og hægt er á það.
Hún áætlar að panta flug 1. apríl, sem er mánudagur, og þá erum við komin út 2. apríl. Það er ekki möguleiki að einhverjir fara á undan hópnum segir hún. Vaninn er að hóparnir fara út í hérað á sunnudegi og fá afhend börnin á sunnudeginum. En hana minnir að í Guangdong séu börnin afhend á mánudeginum. Það þýðir að við höfum frá þriðjudegi til sunnudags í Beijing.
Ég spurði hana um þann möguleika að fara fyrr ef ferðaleyfin koma fyrr og þá sagði hún að það væri e-ð sem við þurfum að hafa í huga. Breytingar á flugmiða kosta alltaf eitthvað og svo er spurning um sæti osvfrv. En við hljótum að vera sammála um það að fara fyrr ef sá möguleiki verður fyrir hendi. Er það ekki?
Ferðalag okkar mun taka 15 daga,flogið heim á þriðjudegi sem þýðir komin heim á miðvikudegi.
Við munum hins vegar fá að sjá ferðaplanið áður en ferðaleyfin koma og þá kemur í ljós hvað þeir ætla okkur að skoða. Það er auðvita hægt að gera athugasemdir við það þegar þar að kemur.
Ég bað hana líka að kanna verð á 1. class miðum fyrir heimleiðina þar sem ég hef mjög slæma reyslu af heimferð á venjulegu farrými. Vil ekki hræða neinn en ég var verulega veik á heimleiðinni og man það vel að ég hugsaði þá að ef ég færi aftur þá myndi ég ferðast með fyrsta farrými á heimleiðinni. Það er bara e-ð sem hver og einn verður að ákveða fyrir sig. En þetta þarf allt að hafa í huga kæru ferðafélagar.
Þetta var nú það sem við ræddum í “stuttu” máli.
Með kveðju
Ingibjörg Anna



Svo sendi ÍÆ okkur bréf um ferðafund:

Sæl öll.
Sú sem ég hafði augastað á að fá á xxxxxxx er upptekin x xxxx, en getur komið á fund xxxxxxxx x ef það hentar ykkur og þá sérstaklega xxxxxxxxx. Sendið mér nú línu um hvernig ykkur líst á það. (biluð tölva tafði okkur, ég hef verið að bíða eftir svarpósti frá henni)
B kv og góða helgiXxxxxx

ÚPS ! þetta er ákkúrat dagurinn sem Guðný á að blessast, vonandi verður hægt að breyta þessu.

RQ hefur einnig verið að gefa upplýsingar um að fyrstu TA (travel approval) séu að detta inn:

TA Rumor
One agency reports that TA’s for their clients (for the recent NSN batch) are in the air.
As a reminder, all TA’s do not come at once. The CCAA mails them out as they are ready, and the timing depends on how quickly the agency got them back to the CCAA, and how quickly the SWI responded to the CCAA that the babies are still healthy and available for adoption.

Mamman hefur fylgst með fólkinu útí heimi sem fékk upplýsingar á sama tíma og við. Það eru sumir búnir að búa til ferðaplan eins og þessi:

Well, Katelyn turned 8 months old on Sunday and we are ready to bring her home. We had a two and a half hour travel meeting last night with our agency. We got to meet three of the other families that are traveling with us and the other seven families called in from around the country via teleconference. We basically went over everything from filling out our visa applications to itinerary, to money...and everything in between.So our tentative schedule is:


Depart Lexington - April 10th
Arrive in Beijing - April 11th (12 hours ahead and 20 hours of traveling later)
Sightseeing in Beijing April 12th and 13th
Depart Beijing for Nanchang, Jiangxi - April 13th (late afternoon/early evening)
Stay in Jiangxi -April 13-20
Receive Katelyn - April 13 when we get to Nanchang or the next morning on April 14th
Adoption finalized (on China's end) the day after we receive Katelyn
Depart for Guangzhou - April 20th
US Consulate Appointment - April 22nd
Oath Ceremony (where we promise to take care of Katelyn) - April 23rd
Depart for the USA - April 24th (arrive the same day because we gain 12 hours!)-Katelyn is a US citizen as soon as we land in the US!


We will not have all of these dates officially until a couple of weeks before we travel, but these look fairly solid, give or take a day. Josh will be off work from April 9-May 1, so we'll have a week together once we get home to get over the jet lag and begin to transition on this end.
I feel like there's a whole lot to do in the next seven weeks! I'm making lots of lists right now. We worked on the nursery this weekend and it's looking very cute. The furniture is assembled and now I'm decorating. I'll post pictures when I get done!

Þetta er slóðin þeirra: http://www.theblendedmcds.blogspot.com/


Engin ummæli:

Þátttakendur