Lilypie 1st Birthday Ticker

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Nafnapælingar

Við vorum búin að ákveða það frá upphafi að halda kínverska nafninu sem barnið myndi hafa. Allavegana hluta af því. Núna þegar við vitum nafnið hennar og vitum hvað það þýðir er ekki spurning að við viljum halda því öllu með !
En nú þarf að velja íslenska nafnið á hana - það voru búnar að vera einhverjar vangaveltur fyrir um ári síðan en ekkert ákveðið því að okkur fannst að það yrði að passa við kínverska nafnið hennar. Auðvitað vissum við ekki þá hvaða nafn hún bæri - hún var ekki einu sinni fædd á þeim tíma !!!
Pabbinn er doldið íhaldssamari en mamman við nafnaóskir, hún vill síður skíra eftir einhverjum.
Samt hugsaði hún sig aðeins um þegar hann stakk uppá Hrefnu - eftir langömmu Hua Zi.
Aðrar tillögur eru:
Perla, Sædís, Hafdís, Ylva, Dimmey, Erla, Eva, Eyrós, Flóra, Folda, Glóð, Gullbrá, Heba, Halla, Hera, Hlín, Hind, Irma, Íris, Klara, Mirra, Helena og síðast en ekki síst Lilja.

Þessi nöfn eru ekki í vinsældarlista röð hjá okkur en við höldum nú þegar uppá Lilju nafnið. Passar líka við þýðingu á kínverska nafninu hennar þar sem Hua þýðir stórkostlegt blóm.


Þetta er tákn fyrir Lilja/Lily á ensku


Mamman hefur lengi verið hrifinn af Helenu nafninu - þegar hún var ólétt af Kristófer var hún fyrst viss um að þetta væri stelpa og þá átti hún að heita Helena (þeir segja að vísu Elena á ítalíu).
Helena þýðir hin fagra sem á í tilfelli dóttur okkar mjög vel við.

Þetta eru táknin fyrir Helena


En enn þurfum við að melta þetta aðeins betur - vill einhver leggja inn tillögu ?

1 ummæli:

kristinvald sagði...

Kæra fjölskylda

Innilega til hamingju með litla gullmolann ykkar sem bíður eftir ykkur í Kína. Yndislegt að lesa síðuna ykkar.

Vonandi líður tíminn hratt þangað til þið getið knúsað hana.

Kær kveðja
Kristín, Gústi og Matthildur
www.mandarinan.barnaland.is
hópi 12 og 24

Þátttakendur