Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

11. feb. Afi Olli hefði orðið 90 ára

Til hamingju með afmælið afi.

Afþví að afi Olli hefði orðið 90 ára í dag bauð amma Fríður okkur Kiki á Café Milanó í Skeifunni.
Kiki fékk sér Torta della Nonna og við amma piparmyntu marengs peru tertu !!!! Þetta var nefnilega sú terta sem komst helst næst því að líkjast eitthvað perutertunni hennar ömmu Hrefnu - sem mátti aldrei vanta þegar stórveislur voru í familíunni. Með þessum fínu kökum fengum við kakó með rjóma.
Alveg dásamlega gott - næstum syndsamlega gott. Nær þó aldrei sömu ánægju og að borða ömmu kökurnar.
Meðan kökurnar runnu ljúft niður fóru fram skemmtilegar umræður sem unglingurinn leiddi för.

Engin ummæli:

Þátttakendur