Gestabók Kínastelpunnar
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Pabbi má ekki vera í of stuttum stuttbuxum í Kína.
Þegar pabbi og mamma fóru að fá upplýsingarnar um mig lentu þau á "kjaftatörn" í ÍÆ. Pabbi talaði um hitann í suður-Kína og sagðist bara ætla að taka með sér stuttbuxur og boli, auk sparifata. En þá var honum sagt að stuttbuxurnar mættu ekki vera of stuttar, helst ekki mikið upp fyrir miðja kálfa, en það finnst pabba varla vera neitt nema síðbuxur. En hann sættir sig við það og tekur einhverjar léttar hálfsíðar buxur, til að storka ekki reglum og hefðum Kínverska Alþýðulýðveldins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli