Mamma og pabbi fóru á Laugardegi á Laugarveginn og völdu fallega giftingarhringa. Ástæðan fyrir því er að pabbi týndi hringnum sínum þegar hann tók hann af sér fyrir íshokkíæfingu. Við fórum í nokkrar búðir en fundum loks hringa sem okkur líkaði samstundis við hjá vini okkar neðst við Bankastrætið. Þeir voru meira að segja alveg rétt stærð á okkur bæði - mjög heppinn því pabbi þarf svoooo stóran hring. Þeir eru með hvítagull að utan og rauðagulls rönd á milli sem er upphleypt. Báðum að það yrði strax grafið í þá Tommsi og Hrannsa - alveg eins og í hina.
Það var líka gaman að gera þetta á giftingardegi afa Olla og ömmu Hrefnu. Á miðvikudeginum 13. nóv. náði pabbi í hringana og við ákváðum að keyra uppí Kópavogskirkju og setja þá þar upp á fingurna. Það var dýrmæt stund og við erum ánægð með hringana okkar.
Gestabók Kínastelpunnar
mánudagur, 11. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli