Pabbi hefur líka haft nóg að gera, nú ætlar hann að reyna að skrifa eitthvað sjálfur.
Fjölskyldan mín fór í 30 ára afmæli ÍÆ. Þau vita hvar ég fannst, nefnilega á Tjarnartorgi í heimabæ mínum. Þegar þau fóru í Hafnarfjörð og óku síðasta torgið við Haukahúsið, sást að það er kyrfilega merkt: Tjarnartorg. Ef þetta er ekki eitthvað merki (sign) um eitthvað meira en við skiljum, þá er pabbi minn illa svikinn.
Að öðru leiti fannst þeim frábært að koma í afmælið og hitta alla ættleiðingakunningjana, Unnar Óskar hóp 10 og hóp 16, þau sem voru á námskeiðinu með þeim. Frábær dagur og mig hlakkar til að fara með þeim í 40 ára afmælið, og hitta allar hinar Kínastelpurnar. En pabbbi er búinn að segja að hann ætlar með mig á Tjarnartorg í Hafnarfirði og mynda mig við skiltið, alveg eins og á Tjarnartorginu í Yanchun í Kína.
Gestabók Kínastelpunnar
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli