Lilypie 1st Birthday Ticker

föstudagur, 15. febrúar 2008

Biðin er að ganga frá mér....

Get ekki hætt að hugsa um hvernig Stubbalína lítur út ! Og hvernig mun mér líða ? Ég hef séð svo mörg videó þar sem foreldrar eru að sjá myndirnar í fyrsta sinn og þá spyr ég mig alltaf: " hvernig bregst þú við Hrönn ?"

Vonandi fáum við að sjá myndirnar á morgun .... annars held ég að þetta endi svona......



Pabbinn getur sem betur fer sofið. Hann er samt orðinn gífurlega spenntur, en hvað haldiði að hann hafi spurt mömmuna að í gær ? Ertu búin að kaupa tannbursta handa Stubbalínu ? Hann meinti þetta í alvöru ! En NEI þarna hafði ég klikkað ! Það er EKKI búið að kaupa tannbursta !

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló!
Er með ykkur í huganum þessa dagana. Man svo undur vel hvernig síðustu dagarnir voru þegar við vorum að bíða eftir að heyra af litla drengnum okkar...hrikalega ótrúlega ómanneskjulega erfitt!! Ekkert hægt að gera sem hjálpar, bara bíða ;)....við ættum að vera orðnir snillingar í að bíða og að finna þolinmæði sem er ekki til á erfiðum stundum....jæks..Hlakka til að sjá ykkur á sunnudaginn..gaman að vita hvernig okkur gengur að finna hvor aðra ;)
kærar kveðjur
Birna Akureyri

Unknown sagði...

Frétti að það væri óhætt að segja til hamingju ;o) hlakka mikið til að heyra fréttir af ykkur.
kv.
Inga Magga
Akureyri

kristinvald sagði...

Kæra fjölskylda

Við bíðum spennt eins og allir aðrir eftir fréttum af hópi 17. Vorum svoooo glöð að sjá að þið væruð inni og vonandi eruð þið NÚNA að skoða myndir af fallegasta barni í heimi, man svo vel eftir fyrsta kvöldinu með myndinni af englinum okkar, yndislegt !

Kær kveðja
Kristín, Gústi og Matthildur
hópi 12 og 24

Þátttakendur