Við pabbi tókum svaka törn um helgina og blogguðum helling um ættleiðingarferlið og vangaveltur okkar um Stubbalínu. Við höfðum reyndar byrjað á bloggi 2006 en höfðum ekkert bætt við það og höfðum svo steingleymt aðgangsorðinu !!! Þannig að við ákváðum að byrja upp á nýtt en nýta okkur það sem var í gamla með því að nota "copy/paste" aðferðina.
Pabbi var í miklum móð að blogga á þessari síðu:
http://www.blog.central.is/kinastelpa
Honum fannst þetta rosa gaman og fór mikinn í notkun á hinum "diversu" litum. Okkur fannst þessi síða mjög fín og vorum virkilega ánægð á laugardagskvöldið með árangurinn.
Létum alla vini og ættingja vita af síðunni og það var gaman að sjá viðbrögðin. Strax var farið að skrifa í gestabókina það þótti okkur vænt um.
Næsta dag höfðu þó nokkrir skrifað okkur email og sagt að það væri ekki auðvelt að komast inná síðuna. Við reyndum nokkrum sinnum sjálf og sáum þá að hún var nokkuð þung. Í ótta við að hún væri ekki nógu trygg var ákveðið að færa okkur yfir á þessa síðu ! Við tók mikil vinna að uppfæra allt hingað og klára bloggið til að ná í skottið á sér. Nú er það næstum að takast og þá verður gaman að geta skrifað á "réttum degi" bloggið okkar.
Þessi bloggsíða bíður uppá miklu skemmtilegri "fídusa" þó finnst mér vanta einn og það er gestabókin !
Á sunnudagseftirmiðdaginn fórum við í rosafína afmælisveislu. Það var "triple" veisla þeirra Sigrúnar Lindar, Astridar og Elmu Rúnar. (14, 39 og 12 ára)
Gestabók Kínastelpunnar
miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Hrönnsa mín, Tommi og Kristofer.
Ég samgleðst ykkur innilega og líka litlu Stubbalínu að fá að koma til ykkar. Hún verður örugglega svaka stolt af honum stóra sæta bróður sínum.
Ég hlakka til að eignast litla Kínafrænku. Gangi ykkur öllum allt sem best.
Bíbí
Skrifa ummæli