Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 25. febrúar 2008

Frábærar systur og bróðir

Harpa Hua Zi veit það ekki enn en hún á eftir að verða svo heppin með systkini sín. Stærsta systir sem er orðin tvöföld Mamma (takið eftir með stóru M-i) er meira en til fyrirmyndar í öllu sem hún gerir. Án þess að benda á nokkuð á kostnað annars tel ég að hún beri af í móðurhlutverkinu. Það skilar sér svo sannarlega því að gullmolarnir Tómas Freyr og Haraldur Daði eru einstaklega vel gerðir strákar. Þeir eru afa og ömmustrákarnir okkar sem okkur þykir virkilega vænt um.



Eflaust þykir það skrítið að nú birtist ein lítil eftir svona langan tíma og þar á milli séu 2 barnabörn ! Þórunn tekur þessu samt með stóískri ró, nefndi þó um daginn að líklega yrði skrítið að útskýra þetta fyrir Tómasi Frey - Haraldur Daði skilur þetta náttúrulega ekkert núna. Best verður þó líklega að segja litla frænka - býst fastlega við að hún verði síðan í uppáhaldi hjá þeim bræðrum og tala nú ekki um þegar þau verða stór - þá verður aldeilis gott að eiga stóra frændur. Okkur þykir mjög vænt um hvernig Þórunn hefur tekið þessum fréttum og samgleðst okkur svo sannarlega. Hér er dæmi um það af blogginu hennar:

18.2.2008
..........................................En fréttir vikunnar eru þær að pabbi minn og Hrönn voru að ættleiða eina litla kínverska prinsessu, ég má ekki setja inn mynd af henni á netið strax af því að þau eru ekki farinn út að sækja hana, en það gerist bara fljótlega, ji svo skemmtilegt Ég að verða stóra systir 25 ára, það eru ekki allir sem eru svona heppnir ......................................

Later people

Svo komu fallegar kveðjur þar sem mamman fór bara að hágráta yfir öllu saman:

Eva Björg skrifaði:
til hamingju stóra systir :-)

nnugni skrifaði:
omg...lítil kínversk...ekkert smá gaman að lesa þetta :) hlakka til að sjá mynd af henni...hvenær sækja þau hana?
19.2.2008 kl. 0:01
Þórunn Katla skrifaði:
Takk fyrir það stelpur :) Þau sækja hana líklega í byrjun apríl.
19.2.2008 kl. 6:55
Sirrý skrifaði:
vá, draumurinn að fá litla prinsessu frá kína. Æðislegar fréttir! Til hamingju þórunn :)
19.2.2008 kl. 8:39
Ólöf skrifaði:
Til hamingju stóra systir :) 19.2.2008 kl. 20:59
Bára Inga skrifaði:
TIl HAMINGJU stóra systir:o) maður er aldrei of gamall skal ég segja þér til þess.... 19.2.2008 kl. 21:50


Svona samskipti og viðhorf eru bara til fyrirmyndar og ég er þakklát og stolt að unga fólkið okkar er svona opið og víðsýnt. Það er meira en margir aðrir þó að það sé ekki nema á aldur við mig !!! Sem betur fer er þetta fólkið sem erfir landið okkar.

Nú svo er það annað sem gæti verið svoooo praktískt en það væri ef Þórunn og Jón Ragnar myndu nú kannski einhverntímann eignast litla stelpu þá gætum við látið hana fá alveg fullt af fötum af Hörpu Hua Zi.

Næst stærsta systirinn Alda Karen á líka eftir að verða hissa - held hún skynji meira en aðra grunar. Það var oft sem hún talaði um litla Mulan barnið. Fyrir þá sem þekkja ekki teiknimynda menninguna þá, var Mulan kínversk stelpa sem reyndar þóttist vera strákur. Held að Alda hafi fílað það !

Yngsta systirinn hún Guðný er snillingur í fótbolta - hún á sko örugglega eftir að nenna að sparka bolta með Hörpu Hua Zi. Hún hefur líka verið að blogga um systir sína og þetta eru komment á það:

Feb 22 2008 3:28 PM okei ;d hei ég panta að vera fyrst að sjá hana ! (aa) sæt eins og stóra systir ;*elska þig ;3
valarún<3>
Feb 22 2008 3:22 PM ;otil hamingju elskan mín <3er href="http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=227583563">valarún<3>

Feb 22 2008 1:38 PM ;ooooohvaða fréttir ;dvalarún<3 href="http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=210531688">sóley jájá :)

Feb 22 2008 7:09 AM ææææææææj ! dúlla ;D hahertekki glöð? ;d

Nú svo er Kristófer stóri bróðirinn sem á eftir að finna fyrir mestu breytingunum og líklega kvíðir eitthvað fyrir öllu þessu eins og málin standa í dag. Hann er þó einstaklega mikil barnagæla og á eflaust eftir að knúsa Hörpu Hua Zi alveg í kaf ef það er eitthvað í líkingu við það hvernig hann er við Bjart kisulóru. Kristófer er ekkert að blogga en hefur farið stoltur með mynd af systur sinni í skólann til að sýna krökkunum.

Mömmunni finnst allt tengjast núna í örlagaþráðs vefnum t.d. var Kristófer alltaf kallaður Cinesino (litli kínverjinn á ítölsku) þegar hann var á aldur við Hörpu. Ef eitthvað er, gæti hann hafa verið meiri kínverji en Harpa Hua Zi ef dæmt væri eftir útlitinu á þeim tíma.

Kristófer finnst Harpa hinsvegar líkjast pabba hans - um leið og hann sá passamyndina hennar fór hann niður og náði í passamynd af Marcello og stillti þeim upp saman í ramma.

Ja hérna hér ! En hvort sem Harpa Hua Zi líkist Kristófer eða ekki þá trúum við pabbinn, því að Marcello hljóti að hafa komist í pöntunarlistann hjá Guði eða togað einhverja strengi til að hafa áhrif á að við fengjum þessa yndislegu stúlku. Hún er einfaldlega "2 perrrrfect" til að við séum "afþví bara" svona heppinn. Hann var líka sá sem sýndi einna mest áhuga á að við fengjum barn. Fyrst ætlaði hann að senda okkur til Parísar í glasafrjóvgun - þekkti einhvern þar. Svo bauðst hann til að fara sjálfur til Brasilíu og ná í barn fyrir okkur. Já hann var alveg ótrúlegur maður. Nú er einungis vika þangað til að það verður eitt ár síðan að hann lést á hörmulegan hátt. Mikið líður tíminn hratt ! Sr. Jón Helgi kom heim til okkar í dag og gaf sér góðan tíma til að ræða við Kristófer - held það hafi gert honum mjög gott.Hann mun koma aftur - það er ómetanlegt fyrir Kiki að ræða við einhvern utan fjölskyldunar.

Engin ummæli:

Þátttakendur