Lilypie 1st Birthday Ticker

laugardagur, 23. febrúar 2008

Kínverska vögguvísan Mama Hao

Þetta er mjög þekkt vögguvísa sem flestir þekkja í Kína, mamman ætlar að læra hana til að geta allavegana raulað hana fyrir Hörpu Hua Zi. Hef meira að segja fundið Karaókí útgáfu af söngnum á YouTube sem auðveldar mjög framburðarerfiðleika.
http://www.youtube.com/watch?v=09kOSj0FmqE

Hér eru aðrar útgáfur af söngnum á YouTube:
http://www.youtube.com/watch?v=wKoUjWG15Y4
http://www.youtube.com/watch?v=IvHwN9MtBng


Hér er textinn á kínversku og enska þýðingin:

Mama Hao (Mandarin)

Shi shang zhi you mama haoYou ma de hai zi xiang ge bao.
Tou jin mama de huai baoXin fu xiang bu liao.
Shi shang zhi you mama haoMei ma de hai zi xiang ge caoLi kai mama de huai baoXin fu na li zhao.


English translation:

Only Mama is the best in all the worldWith a mama, you have the most valued treasure.
Jump into mama’s heart andYou have endless happiness.
Only Mama is the best in all the worldWithout a mama you are like a piece of grass,
Away from mama's heart,Where will you find happiness?

Yndislegur texti - ég ætla einnig að standa mig í að vera besta mamman í heiminum sem Harpa Hua Zi getur fengið. Hún verður allavegana besta dóttir í heiminum sem ég get fengið. Hvers er hægt að óska sér frekar en að eiga stórkostlega vel gerðan og góðan son og síðan fá að njóta lítillar stúlku sem ég þekki ekki enn. Mér finnst nú samt að ég hafi alltaf þekkt hana í hjarta mínu.
Hef útbúið myndir af börnunum mínum í nisti sem ég hef um hálsinn. Enn er ég ekki alveg búin að átta mig á því að ég get sagt börnin mín ! Þetta er stórkostleg tilfinning - ég er svo hamingjusöm.

Engin ummæli:

Þátttakendur