Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 31. mars 2008

Stórkostlegur dagur

Við pabbinn erum ennþá vakandi samt er klukkan að verða hálf þrjú að nóttu. Ekki er það vegna þess að dóttir okkar hún Harpa Hua Zi sé að halda fyrir okkur vöku - nei hún er búin að sofa eins og engill frá 20.30.
Nú hefur hún bylt sér ótal sinnum og er alveg búin að snúa sér í rúminu, setur svo vinstri fótinn uppá rimlana. Jiiiií hún er bara sætust eða það finnst okkur allavegana. Það er svo sem ekkert nýtt að mamman vaki fram eftir en sjaldan eða aldrei hefur pabbinn verið svona sprækur. Hann sagði áðan að við nærðumst á Hörpu Huar Zi orkunni - það væri okkar andlega næring. Morgunmaturinn hefur nægt okkur í allan dag !
Við höfum verið dálítið í vandræðum að hlaða inn myndum - tekur óskaplega langan tíma og þessvegna höfum við skrifað minna.
Mamman er samt búin að skrifa allt hjá sér uppá gamla mátann í dagbók sem verður sett hér inn við besta tækifæri.
Á morgun verður áframhald af pappírsvinnu og þá verðum við orðin formlega foreldrar Hörpu Hua Zi. Nóg að gera á litlu hótelhergi !
Allar stelpurnar eru yndislegar og guðdómlega fallegar. Við teljum okkur vera einstaklega heppinn og við pabbinn erum svo lukkuleg að vera í þessum góða hópi - alveg frábært fólk í alla staði.
Ingveldur frænka Lilju sem er með til aðstoðar henni - reyndar sýnist mér hun aðstoða alla aðra líka - alveg eins og hún Stína systir Valdísar, gaf Hörpu sinn fyrsta skartgrip í dag í tilefni dagsins. Óskaplega fallegt lítið silfurhjarta - takk takk kæra Ingveldur.
Sofi "gædinn" okkar sagði okkur góðar fréttir í dag - okkur verður að ósk okkar að fara til Yangchun þaðan sem 4 af okkar 5 stelpum eru búnar að vera. Við erum svo hamingjusöm með það.
Pabbinn sem rétt áðan spurði hvort hann ætti ekki að taka svefntöflu er steinsofnaður. Best að drífa mig líka í háttinn maður veit jú ekki hvenær litla daman fer að vakna.
Á morgun er líka skemmtilegur dagur afþví að Ingibjörg Anna verður eins árs það er ekkert smá dýrmætt að fjölskyldan upplifi hann saman. Já og svo auðvitað líka við hérna með - stórfjölskyldan !
Bestu kveðjur frá White Swan hótelinu í Guangzhou þar sem rignir og rignir - mömmunni finnst það allt í fínu - það liðast meira segja hárið sem er bara flott.

Að lokum viljum við þakka ykkur öllum fyrir dýrmætar kveðjur - við grétum þegar við lásum gestabókina. Því miður komumst við ekki inná commentinn til að lesa þau - það verður að bíða þartil á Íslandi.

Knús knús og kossa kveðjur til ykkar allra á Íslandinu góða.

Kiki minn mamma saknar þín alveg heilan helling en það verður fljótt þangað til verðum kominn heim

Myndirnar tala sínu máli !!! Æðislegt barn Harpa Hua Zi







































ATH, ATH, lausnin er fundin með ábendingu frá ykkur

Lausnin við hverju ??? ÞESSU: ----> Við erum að lenda í því sama og ameríkanarnir, sem blogga á blogspot eins og við, en vorum að vona að við myndum ekki lenda í: VIÐ SJÁUM EKKI SÍÐUNA OKKAR, Í ENDANLEGRI MYND, EN VIP EUM EKKI AÐ STRESSA OKKUR Á ÞVÍ, AÐALATRIÐIÐ ER AÐ VIÐ GETUM SKRIFAÐ OG VONANDI SETT INN MYNDIR,(sem við erum ekki búin að prófa þegar þetta er skrifað) OG VIÐ VILJUM BARA TILKYNNA ÞETTA OG EF SÍÐAN LÍTUR Á EINHVERN HÁTT UNDARLEGA ÚT,ÞÁ VITUM VIÐ EKKERT UM ÞAÐ, FYRR EN VIÐ KOMUM HEIM, EFTIR 14 DAGA. þÁ MUNUM VIÐ SNYRTA ALLA VANKANTA AF, EN NÚNA ERUM VIÐ Í SÖMU STÖÐU OG AMERÍSKIR FÉLAGAR OKKAR, SJÁUM EKKI ÞAÐ SEM VIÐ ERUM AÐ GERA. ÞAU SEM ER Á BARNALANDI ERU EKKI Í NEINUM VANDAMÁLUM.Aðalatriðið fyrir okkur að ekkert mál er að skrifa inn og vonandi lía að setja inn myndir. VERIÐ DUGLEG AÐ SKRÁ YKKUR Í GESTABÓKINA, ÞAÐ MUN GLEÐJA OKKUR ÞEGAR VIÐ LESUM ÞAÐ ÞEGAR HEIM KEMUR, EN Í KÍNA GETUM VIÐ EKKI LESIÐ HANA FYRR EN HEIM KEMUR.
Þetta vandamál tengist ekki litlu frábæru tölunni okkar og LINUX,því aðrir lenda
í þessu líka.

Þetta var vandamálið, en við höfum lausnina, á heimasíðunni okkar fengum við senda ábendingu, sem við núna prófuðum, og hún virkar !!!
"Skakkarlappir" og "Meinvill" notuðu http://anonymopuse.org/ sem skel til þess að komast í vefsíður sem ekki birtast í Kína. Niðurstaðan er: ÞAÐ VIRKAR!!!
Vandamálið hér að ofan er úr sögunni,
frábært að eiga góða vini á Íslandi, sem deila með sér sinni reynslu. Við sjáum síðuna okkar í allri sinni dýrð, gestabókina og "commentin", svo núna er allt í stakasta lagi. Aumingja ameríkanarnir að hafa ekki vitað af þessu.

sunnudagur, 30. mars 2008

Langur dagur að baki, sápukúlurnar hennar Hörpu gerðar upptækar

Þessi dagur, ferðadagurinn mikli hefur gengið mjög vel. Flogið með SAS frá Kaupmannahöfn kl. 20. að íslenskum tíma, (kl. 04.00 kínverskur). Flugið gekk mjög vel, við gátum sofið svolítið þannig að tímabreytingin mikla hafði ekki svo mikil áhrif á okkur. Lent kl. 13.00 að kínverskum tíma, (kl.05.00 að morgni á Íslandi)

Nú vorum við komin til Kína, Bejing og ætlum að hafa það rólegt í tæpa 3 tíma á flugvellinum og síðan að leggja upp í 3ja tima innanlandsflug til endanlegs áfangastaðar, Guangzhou, í suður Kína, þar sem dætur okkar bíða eftir okkur.

Þessi flugvallardvöl breyttist í gríðarlega langt ferðalag, með lest, rútu og fótgangandi, yfirvigt hjá okkur, óskraðum farþegum sem urðu að verða eftir (SUMIR ERU EKKI ENNÞÁ KOMNIR), upptöku tollvarða á leikföngum Hörpu og margt margt fleira dreif á daga hóps 17.

Nú verður stiklað á því helsta:

Bejing-flugvöllur er víðáttustór, sérstaklega stækkaður nú fyrir Olympíuleikanna, þannnig að fyrst var tekin innanvallarlest í um 10 mín., síðan tók við svo löng rútuferð frá term. 3 til term. 1 og 2, að sumir voru farnir að halda að áætlun hefði verið breytt og ákvörðun tekin um að keyra suður til Guangzhou. Eftir um 20 mín. akstur stöðvaði bíllinn og flestur yfirgáfu hann, einnig hópur 17.
Við fengum ekki alveg rétt svör við fyrirspurnum gerði það að verkum að við biðum í rangri “tékk-inn” röð og síðan þegar það leiðréttist tók við löng ganga frá term. 2 að term. 1, þar sem við komumst loks í rétta röð. Þá tóku við hin ýmsu ævintýri, hjá hópi 17. Við með smá yfirvigt, lítið mál í sjálfu sér, en ein taska til viðbótar fór í handfarangur í stað þess að fara á færibandið. 3 töskur hjá okkur vigtuðu 44 kg. en máttu max vera 40 kg. Nú vorum við tvö komin með 5 töskur í handfarangur, segi og skrifa 5 töskur, en það voru þeir ekkert að setja út á og heldur ekki þyngdina á þeim.Við fengum að kynnast nákvæmninni í kínverska kerfinu.Með því að fara með tösku í handfarangur, sem áður hafði verið í farangurslestinni kostaði þá nákvæmustu skoðun sem við hjónin höfum nokku sinni lent í. Barnamatur, allt krem og vökvi, tekið upp og grandskoðað. Öll leikföng og taskan var gegnumlýst a.m.k. 4 sinnum. Að endingu var gert upptækt sápukúluvökvi og aprikósu-"smoothie"-djús í 2 litlum hyrnum. Hvort tveggja valið fyrir litlu dóttur okkar, en er nú eign og undir yfirráðum kínverska ríkisins.
Þegar þessu lauk voru 7 mín. þangað til véin átti að fara í loftið, þannig að það var hlaupið, með 5 töskur og við hliðið var einn kínverji á eftir okkur annars vorum við seinust. Þetta var okkar ævintýri, en aðrir lentu í stærra og áhrifameira mótlæti.
Ein hjónin, Brynjar og Andrea urðu eftir á flugvellinum, og komust ekki í loftið fyrr en um 8 tímum á eftir okkur. Ástæðan, þau voru ekki skráð í tölvunni, í okkar flug. Ein hjónin fóru í sitthvoru fluginu, Valdís flaug með okkur en Kári kom um klst. síðar, þannig að hópur 17 lenti í ýmsu.
Komum á svana-hótelið, sem lítur vel, og fengum herbergi nr. 1123. Röðuðum öllu í skápa, og slökuðum á, mikill léttir.
Nú er stóri stóri dagurinn framundan, það kemur í ljós hversu mikið rólegheitaljós dóttir okkar verður og hvernig aðlögunin gengur, en hún er alveg örugglega alveg æðisleg.
Fórum í búð að versla smávegis í matinn, og gegnum síðan til náða.
Börnin verða afhent kl. 16.00 á morgun mánudag, um kl. 08.00 að íslenskum tima.

laugardagur, 29. mars 2008

Tæknilegir örðuleikar og skilaboð





Við sváfum alveg ljómandi vel - það líklega borgar sig að vera á **** stjörnu hóteli. Það hafa mamman og pabbinn aldrei upplifað áður. Takk fyrir Kári að innleiða þetta í líf okkar - ferðalög okkar verða héðan í frá skipulögð á annan hátt !!! Síðast þegar við vorum í Köben vorum við í kojum á farfuglaheimili - ja við skulum segja að það hafi sinn sjarma EN óneitanlega er notalegra að vera á **** hóteli.
Jiiiiiii ! Hvað það verður gaman að koma á ***** stjörnu hótelin í Kína, White Swan og Grand Hotel Beijing.
Eflaust spilar inn í vellíðanina að nú fyrst í langan tíma hefur mamman sofið lengur en 4 tíma að meðaltali - ótrúlegt hvað skrokkurinn heldur út.

Jæja nóg af hótelum, við lentum í tæknilegum vandamálum í gær. Pabbinn sem er með BS gráðu - tæknifræðingur - gleymdi snúrum vegna tölvunnar sem eru sko til í massa vís heima ! Því hringdi hann í Adda mág og svo var farið og verslað 2 snúrur. Þannig var hægt að tengja litlu krútt tölvuna okkar við stóra flatskjáinn í hótelherberginu og blogga STÓRT.
Nú svo klikkaði mamman á að hafa ekki sett sig betur inní málin með ASUS vélina - hún var nefnilega búin að spyrja Steinar Huga hvernig væri best að geyma myndirnar og setja þær inn. Semsagt fulla upplausn á myndavélinni - hlaða þeim inná Flickr.com (Björg ! þar eru fermingarmyndirnar það gafst enginn tími til að setja þær allar á bloggið). þetta var mamman búin að prufa heima og gekk vel á hennar tölvu, s.s. Flickr minnkar myndirnar og þannig var auðveldara að setja þær á bloggið - EN mamman gleymdi því að krútt talvan er að keyra á Linux kerfi sem hvorki Flickr eða barnalandssíðan þekkja ÚPS !
Ætlum að reyna að nota PC vélarnar á fínu hótelunum til að setja inn myndir á Flickr. Já við finnum eitthvað útúr þessu - verst er að myndirnar eru á hlið !

Takk duglega fólk sem skrifið komment og í gestabókina. Það finnst okkur pabbanum dýrmætt.

Skilaboð til ömmunnar og Kiki - já það hefur skiljanlega verið tómlegra að fara heim án okkar :-)
EN það er stutt í að við komum til baka og þá verður sko fjör - ekkert lengur tómlegt í langan tíma - eða þar til að þið farið frá okkur til Ítalíu í sumar.

Nú verðum við að fara tía okkur í morgunmat - hann er að vísu til 11 ! Já það er greinilega líka lúxusinn við að vera á **** stjörnu hóteli.
Margt skemmtilegt framundan í dag - heimsókn til litlu fjölskyldunnar í Köben - smá fyrir fram ammmmmmælisveisla fyrir Harald Daða sem verður 2 ára á sunnudaginn/morgun. Vá hvað það er langt/stutt síðan hann kom í heiminn.
Við förum til þeirra með lestinni sem pabbinn tók alltaf þegar hann var námsmaður hér í Köben, hann er strax farinn að tala á nostalgískum nótum. Já talandi um langt/stutt síðan - þá var Þórunn bara lítil stelpa hér með foreldrum sínum, en núna býr hún hér í 4 manna fjölskyldu.
Harpa fékk fyrstu gjafirnar, frá Þorunni stóru systur, Jón og strákunum, fallegan kínakjól og bleikan galla ásamt léttum sokkaskóm. Mjög fallegt.
Í leiðinni á Hovedbanegaard ætlum við að gera 5 tilraun til að taka passamyndir af okkur sem við þurfum að hafa í Kína. Allir kassar sem við sáum í gær voru bilaðir !!!
Eftir að hafa dvalið hjá þeim í vafalítið - góðu yfirlæti þá verður haldið áfram í ferðinni til Kína - 9 tíma flug til Beijing.


Þeir sem vilja vita meira um ferðalagið hjá meðlimum úr hóp 17 geta fylgst með Kára Valdísi og Heklu Xi. Linkur á síðuna þeirra er hér til hægri undir fjölskylda og vinir. Þar fáið þið annað sjónarhorn á ferðalagið okkar t.d. hrós um mömmuna ;-)

Jæja nóg komið í bili - eru ekki allir orðnir spenntir með okkur að sjá Hörpu Hua Zi ??? Nú er einungis 2 dagar þangað til við sjáum hana og hún verður hluti af fjölskyldunni - hún hefur bara enn enga hugmynd um þetta allt saman !

Mamman fann dúkku á netinu/chinasprout sem er rosalega lík Hörpu meira segja með rendur á fötunum eins og Harpa. Sem betur fer kom hún tímanlega og er með okkur í för. Hinsvegar er DVD diskurinn um YANGCHUN heimabæ Hörpu ( bær ! - þar búa nú samt 1 milljón manns) og einnig auglýsinginn sem birtist um hana í blöðunum þgar hún fannst - ekki enn komið en er væntanlegt - þannig að amman og Kiki taka á móti þeim pökkum.




Þetta er dúkkan hennar Hörpu sem er svo lík henni. Mamman stillti henni meira að segja upp eins og Harpa situr.

föstudagur, 28. mars 2008

Fall er fararheill - fyrsti ferðaleggurinn

Úff, það munaði litlu að pabbi og mamma yrðu viðskila við hóp 17, spáiði í það. Voru ekki bókuð í flugið í morgun, komin út á völl, búin að biða í "check-inn"-röðinni í klukkutíma með einn starfsmann í almennri innritun en 3 í Saga-class, labba yfir barnagubb og vonda lykt í röðinni, komin að borðinu eftir langa mæðu, með X mörg kíló í 4 stórum töskum, þá segir daman: "Þið eigið að fljúga á morgun 29. mars". Heyrðu mig, hvað er í gangi ??? Anna á FÍ búin að margtryggja það og margtala um það hvað við værum samstæður hópur, öll að fara saman til Köben einum sólahring áður og allt það. Hvað svo ??? Á að sklija okkur frá hópi 17 í Leifsstöð, við að labba til baka yfir ælugólfið, 4 töskur aftur í bílinnog bara heim að sofa. Hópur 17 í Köben og við heima ú Snekkjó. Þetta passar ekki alveg.

Nú eru góð ráð dýr eða hvað ??? Söluskrifstofa Flugleiða var opin og við ruddumst inn, sögðum farir okkar ekki sléttar, Anna ekki mætt á skrifstofu sína í FÍ, og því ekkert hægt að rexa í henni. Pabbi prófaði að hringja þangað. 35 mín. þangað til vélin átti að fara í loftið. Konugreyjið á söluskrifstofunni, gat ekki breytt farmiðanum, ekki gefið út nýjan en hún gat, sem betur fer gefið okkur leyfi til að komast með á svokallaðri "núllskráningu". Við fórum gegnum innritun 22 mín. fyrir brottför, sem núll og nix, slepptum öllum innkaupum í Fríhöfn (Dýrhöfn) og beint að hliðinu. Þar vorum við líka stop því nöfnin okkar komu hvergi fram, það var hringt niður og leynikóðar skráðir inn í tölvuna og rétt áður en hurðin lokaðist, sluppu mamma og pabba inn í vélina, á leið til Kína að sækja litlu stelpuna sína. Öll innkaup, NIKE-sundbuxur, rafhlöður, Augn-liner, 1 lítil Amarullo og 2 pakkar af Snickers verða að bíða betri tími.

Flugið gekk vel, lesið, spjallað og dormað. Stelpurnar í H-17 komu og spjölluðu og 3 klst. liðu sem örskot.

Lending í Köben, fyrstu 4 töskurnar á bandinu voru okkar, hvað annað, síðastur inn fyrstur út, eða LILO. Mín gullfallega og góða stærsta systir Þórunn og Jónsi kærstinn hennar komu að sækja okkur og voru svo elskuleg að koma okkur á hótelið.

Afslöppun, sturta, dorm, Kínverskt sjónvarp (sjá myndir), og síðan í bæinn, smá verslun, m.a. þessi netsnúra sem allur þessi visdómur streymir nú í gegnum frá litlu tölvunni út á Netið.
OG að sjálfsögðu - ekki örvænta - var komið við í H&M - svona rétt til að kíkja við og styrkja þá. Festum kaup á krúttilegum ljósbleikum fötum. (sjá myndir)

Út að borða með hópi 17, og síðan á hótelið að blogga um allt ævintýrið á fyrsta ferðadeginum á leið til Hörpu Hua Zi.

Það kemur fullt af efni í kvöld og nótt, við keyptum 24 tíma Net-tengingu.

Á morgun, 2ja ára afmælisforpartý hjá Halla Daða frænda mínum og nánar um það síðar.








Mamman fékk besta ís í heiminum - Belgian chocolate - en nú er ískvótinn í ferðinnui búin !



Það hafa nokkrir sagt við okkur í dag að við geislum ! Jepp þá veit maður hver uppskriftin af því er !!! Sofa lítið og hafa nóg að gera með vinum og ættingjum. Halda stóra vel heppnaða fermingarveislu.

Síðast en ekki síst - ná í barn frá Kína.



Hér er hluti af hópnum nr. 17 sem fór að borða á ítalska veitingastaðnum Vesuvio.
Stína (systir Valdísar) Hekla Xi, Kári, Andrea, Brynjar, mamman, pabbinn og Valdís.



Hekla Xi sætasta með pabba sínum - yndisleg og geðgóð stúlka.



ZZZZZZzzzzZZZzzz z z z z usssssss ! Pabbinn sofnaði svona yfir kínversku myndinni.
Ætli Harpa Hua Zi komi til með að svæfa pabba sinnsvona auðveldlega ???



Jú jú við horfðum á allan kínverska fréttaþáttinn en skildum auvitað ekki neitt. Það voru þó heilmargar myndir frá Tíbet !


Kínversk bíómynd með kínverskum táknum.
Mömmunni fannst það allt í góðu hún hafði nóg að gera að skoða stórkostlega fallega búninga.
Við notuðum tækifærið og tókum upp slatta af tali á diktafóninn sem Kiki lánaði okkur. Það verður mikilvægt að leyfa henni að hlusta á annað en ylhýra málið okkar sem við teljum að hljómi svo vel í eyrum.




Mamman kominn á Marriot hótelið - sorry að hún er á hlið - við eigum eftir að finna útúr þessu.



Þetta beið okkar á skjánum á hótel herberginu.



Pabbinn kominn með farangurinn á Kastrup.




Gamla barnagreiðan hans Kiki var það síðasta sem fór ofan í töskur í nótt.



Jæja svona leit herbergið hennar Hörpu Hua Zi út í nótt þegar allt var ap verða klárt. Amman var svo dugleg að mála rúmið - er það ekki sætt ?
Amma og Kiki hjálpast svo að áður en við komum að búa um og gera annað klárt áður en við komum heim.



Svona bíður líka dúkkurúmið - amman saumaði rúmfötin. Það er ekki amalegt fyrir Hörpu að eiga svona ömmu.



Mamman var búin að leggja ferðafötin til þegar allt annað var klárt.
Amman og Kiki voru búin að vera í fullri vinnu með mömmunni í pakkningum - sem auðvitað voru gerðar eftir kúnstarinnar reglum. Er varla öðrum en Snekkjóvogsfamilí bjóðandi, ákveðnir plastpokar á vissum stöðum og skipt reglulega á milli farangurs taskna.


Þátttakendur