Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 11. febrúar 2008

9. nóv. 2007 Peningar Kristófers

Í dag fóru pabbi og Kristófer saman í bankann hans Kiki. Ástæðan fyrir því að við ætluðum að fá lánaðann pening 300.000 kr. hjá Kristófer til að setja í gjaldeyrisreikning handa Stubbalínu. Núna er Dollarinn/$ svo lár að það borgar sig að kaupa $. Þegar við förum til Kína þarf að borga allt í dollurum.
Mamma var búin að ræða um þetta við Kristófer og vildi ekki þrýsta á hann að lána okkur peninga ef hann vildi það ekki. En þegar þetta var rætt hugsaði Kiki sig um í smá tíma og sagði að hann myndi gera það með skilyrðum ! OK sagði mamma hver eru þau ?
Nr. 1 kaupa eitthvað flott í Kína handa honum. Mamma sagði að það hefði nú ekki þurft að biðja um það auðvitað hefðum við keypt eitthvað handa honum.
Í öðru lagi þá ætlaði hann einungis að biðja um 200.000 kr. tilbaka. HA ? sagði mamma, viltu borga 100.000 kr fyrir systir þína ? Guð minn góður hvað þetta var fallega hugsað svo tók mamma utanum strákinn sinn og þá grétu þau bæði - af gleði !

Engin ummæli:

Þátttakendur