Mamma keypti hræódýran útigalla í Europris - auðvitað bleikan og sætan.
Snuð, sokkabuxur, hvítur matarstóll, krosssaums mynd af Kínastelpu bættust við !
Pabbi þvoði dýnuna úr rúminu, mamma breytti gamla sæta skápnum frá Mílanó í fataskáp handa Stubbalínu.
Fyrst var þessi skápur keyptur fyrir ungbarnaföt handa Kristófer í Mílanó og svo þjónaði hann okkur á Njarðargötu sem borðstofuskápur. EN núna semsagt er hann orðinn bleik köflóttur að innan og strax komin flott föt (nú þegar þvegin) á Stubbalínu inní hann sem bíða eftir að Stubbalína komi !
Amma Fríður bauð uppá ís í tilefni af öllum þessum framkvæmdum
Gestabók Kínastelpunnar
mánudagur, 11. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli