Lilypie 1st Birthday Ticker

þriðjudagur, 11. mars 2008

Snuð, peli og sólgleraugu

Okkur var sagt á ferðafundinum um helgina að það skipti máli hvernig pelarnir væru - alls ekki með harðri túttu. Þannig að mamman fór í pela rannsóknar leiðangur í dag. Fann svo alveg ágætan og keypti auka túttur - því það þarf að klippa stórt gat til að "grauturinn" komist auðveldlega í gegn.
Hafði verið búin að kaupa snuð - með náttúrulegu formi en okkur var bent á að best væri að hafa þessi venjulegu "gömlu" snuð. Var heppinn að finna þannig snuð frá Pussycat.






Það kom líka fram á ferðafundinum að gott væri að hafa sólgleraugu.

Mömmunni fannst þetta vera svölustu mini sólgleraugun sem hún sá fyrir Hörpu.


Svakalega krúttuð taska - 500 kall á útsölu - of course !
Það passar ákkúrat pelinn, snuðin, blautþurrkur og sólgleraugun hérna ofaní.
Það er doldið skondið að litirnir og stíllinn á töskunni er alveg í dúr við herbergið hennar Hörpu Hua Zi - meira að segja fiðrildið líka.


1 ummæli:

Gislina sagði...

Snuðin mega alveg vera með svona flötu snuði líka, mínar báðar stelpur hafa tekið snuð mjög fljótt, Ellý strax fyrsta kvöldið en Herdísi þurfti að plata smá. Þær voru báðar með gómlaga snuðin. Það er nú bara þannig í þessu að allar mæður eru alveg vissar um að það sem gekk hjá þeim sé það eina rétta, en hef séð fleiri börn með gomlaga snuð en hinsegin. Þannig að ég mæli með að taka báðar tegundir út.

Kv
Gillaijwnvtzs

Þátttakendur