Jeppp, það var þá ekki eftir neinu að bíða að demba sér í að mála - hver stund dýrmæt !
Þannig að verkefna skiptingin var þannig að pabbinn fór fyrst vel yfir með bæsið í fúgurnar og mamman kom á eftir til að jafna út og fara síðustu bununa.
Eftir að gólfið var klárt var drifið í að versla eftir innkaupalista Ástu Hrannar fyrir ferminguna. Já einmitt - drifið í !!! Það þýddi lítið að drífa sig þegar allt var fullt af fólki allsstaðar að tæta og tæma úr hillum verslananna. Takið eftir fleirtala í verslun ! Þegar upp var staðið vorum við búin að fara í Jóa Fel, 2 Hagkaupsbúðir, 2 Bónusbúðir, Nóatún og 10-11. Þetta var sko ekkert grín - full vinna fyrir tvo í heilan eftirmiðdag - er þetta ekki magnað ?
Tommi þurfti að stökkva á síðasta rjómann í Bónus, tókum síðasta pítubrauðið, svo var leitað lengi að jurtarjóma - það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður kaupir hann ! Farið mjög varlega með marengsinn - þartil að konan við kassann missti einn í gólfið og brá helst við að mamman æpti upp yfir sig, hún var rosa snögg að hlaupa eftir nýjum marengs - það þýddi ekkert annað annars hefði þurft að gefa mömmunni áfallahjálp. Og hvað er með Rósmarín ? Finnst Reykvíkingum það allt í einu svona rosalega gott ? OK ef það var ekki til ferskt þá verður að hafa það - láttu okkur fá frosið - HA ekki heldur til ? Nú í versta falli þá tökum við bara krydd í dós - nei ég trúi því ekki - ekki til ein einasta krydd krukka af Rósmarín. Jæja ég segji nú ekki annað en verði ykkur að góðu með RÓSMARÍN steikina, salatið, kartöflurnar eða hvað það nú var sem Reykvíkingar voru að matreiða með þessu greinilega lang lang vinsælasta kryddi borgarinnar. Nú jæja er ekki til vanilludropar hér - allt í lagi maður - við förum bara í næstu búð......... svona hélt þetta ævintýri áfram í nokkra klukkutíma. Bíllinn belgdist alltaf meira og meira út og þegar komið var að búðarlokun var allt komið nema nokkrar mozzarellur.
Á meðan þessu ævintýri stóð komu mæðgurnar Jóhanna María, Telma og Unnur Ósk í heimsókn til Kristófers og ömmunar á Snekkjó. OOOoooo við erum ekkert smá spæld að hafa ekki hitt þær. En amman tók skemmtilegar myndir af heimsókninni:
Umbro galla - vonandi passar hann
Unnur 'Osk man greinilega eftir Bjarti frá því í fyrrasumar. Hún er vön kattarkona því hún á hana Þumalínu Tár sem er aðeins yngri en Bjartur.
Hérna koma nokkrar dásamlegar myndir af Unni með Bjart.
Pabbinn sæll að vera kominn heim eftir velheppnaða verslunarferð.
Eftir matinn var baðinu breytt í eldhús og leirtauið vaskað upp. Það er jú að þorna blessað bæsið á eldhúsgólfinu. NB ! Mamman var með bala ofaní baðkarinu - sem var svo skolað sérstaklega vel til að eiga ekki á hættu að slikju af pastatómatsósu á skrokkinn í næsta baði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli