Það er ákkúrat mánuður í það í dag - hugsa sér hvað á margt stórkostlegt eftir að gerast á ekki lengri tíma.
Við erum alltaf að verða meira og meira örlagatrúar og erum sannfærð um eins og kínverjarnir segja samkvæmt gamalli hefð að rauður ósýnilegur þráður tengir fólk saman sem á eftir að hittast. Skiptir engu máli stund, tími eða staður vissulega geti strekkst á þræðinum og lengst og komið hnökrar en ekkert kemur í veg fyrir að þær manneskjur tengjist.
Við vitum að það er sterkur rauður þráður á milli okkar hér á Íslandi við hana Hörpu Hua Zi okkar sem er enn í Kína.
En NB ! Verður kominn heim til Íslands eftir einungis einn mánuð.












Engin ummæli:
Skrifa ummæli