Nú svo eru bara 3 dagar í fermingu Kristófers - spennan magnast.
Þannig var núna enn einn dagurinn þar sem nóg var að gera. Pabbinn og mamman tóku til í eldhúsinu - heilmikið sem þurfti að þrífa eftir slípiríið - sag útum allt. Svo fór mamman í að raða öllum pappírum og gögnum um Kínaferðina í möppur. Pabbinn viðraði sólstólana - já því nú er vorið að koma ! Kristófer var duglegur að setja gömlu myndirnar sínar í Power Point show til að sýna í fermingunni - reyndar með smá hjálp frá ömmunni. Svo seint um kvöldið kíkti mamman á showið og þurfti að laga það "aðeins" til --- je minn eini hvað svona tekur langan tíma !
Mamman vildi líka gera vel við fjölskylduna afþví að allir voru svo duglegir þannig að það var snarað í pönnukökur og æbleskiver að dönskum hætti sem var svo rúllað uppúr flórsykri. Pabbinn sem segist ekki borða kökur var nú bara ótrúlega duglegur að borða okkur til samlætis.
Bjartur þessi elska alveg búin á því eftir að hafa verið allan daginn úti að leika í bókstaflegri merkingu það var skoppað eftir bolta og náð í spýtur. Allt varð að leik með dóti - já svona hefur vorið áhrif á dýr og menn. Hann heldur mér oftast selskap þegar ég er eitthvað að snufla frameftir en í kvöld gat hann alls ekki haldið sér vakandi og hélt loppunni yfir andlitinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli