Lilypie 1st Birthday Ticker

mánudagur, 17. mars 2008

Annar í þvottadegi

Pabbinn var að taka til í bílskúrnum í dag og kom þá inn með kassa sem hafði verið að þvælast fyrir honum. Þetta voru gömul föt af Kristófer sem hafði verið lagður til hliðar eftir að það helsta nýtanlega hafði verið tekið úr honum fyrir nokkrum mánuðum síðan. En mamman ákvað að kafa aftur ofaní hann og athuga hvort mætti nota eitthvað fleira. Já heldur betur ! Forsendurnar fyrir notkuninni höfðu breyst töluvert - nefnilega að Harpa var mikið yngri en við höfðum þorað að vona. Þannig að auðvitað var hægt að nota miklu meira af fötum sem voru mörg í stærð 74 - 80.

Það langdýrmætasta samt var að taka upp litlu kjólana, peysurnar og dressinn sem langamma Kristófers á Ítalíu - við köllum hana alltaf nonna Irma - hafði prjónað handa honum þegar hann var lítill. Þetta verður sko örugglega notað fyrir Hörpu - það er eitthvað það sætasta sem mamman sér eru lítil börn í handprjónuðum fötum. Hefur alltaf fundist það alveg frá því hún var sjálf lítil. Auðvitað var þetta ekki sett í þvottavélina þannig að það mikill tími fór í handþvott á þessum fallegu flíkum. Einhverntíma reyndi mamman að telja hversu mörg dress nonna Irma hafði prónað - þá fylgir yfirleitt sokkar, buxur eða vettlingar með - það fór ríflega uppfyrir 80 dress !!!





Engin ummæli:

Þátttakendur