Lilypie 1st Birthday Ticker

miðvikudagur, 19. mars 2008

Undirbúningur á fullu

Það var nóg að gera í dag eins og fyrri daginn. Pabbinn þeyttist útum allan bæ til að nálgast slípivél til að taka gólfið í eldhúsinu í gegn. Þegar vélin var loksins kominn - tókst það ekki betur en svo að henni var snarlega skilað til baka. Pabbinn á eftir að finna útúr þessu !
Kiki tók til í öllu húsinu og vandaði sig sérstaklega - það átti nefnilega að vera hægt að sofa vel í nótt í góðu lofti. Einnig sagði hann að það væri ekki hægt að bjóða Hörpu upp á skít og drullu.
Mamman kláraði greinargerð um hversvegna við fluttum hingað í Snekkjó - ef svo skildi fara að við yrðum spurð í Kína hvernig stæði á mismunandi lögheimili núna og á pappírum sem þeir fengu. Svo var farið í IR til að vinna aðeins í afleysingarkennslu málunum.
Svo komu Ásta Hrönn og Álfheiður til að sjá Hörpu Hua Zi í fyrsta sinn og til að fara yfir planið vegna fermingarinnar. Það er svo sannarlega blessun að eiga svona vini, nú líður mömmunni mikið betur eftir að Ásta Hrönn sannfærði okkur um að þetta væri nú ekki mikið mál og nú skildi hún bara skipuleggja þetta þannig að við fengjum ákveðin verkefni - kaupa inn - þarna og þetta - allt vel skipulagt að hætti Ástu Hrannar. Já þetta verður bara spennandi.
Svo er Steinar Hugi búin að hafa samband útaf fermingar myndatökunni fyrir Kiki og Guðnýju og ætli við höfum hana ekki bara fyrir athöfnina. Það verður sko gaman að sjá myndirnar, vitum auðvitað að myndefnið er gott en svo erum við líka aðdáendur hans Steinars Huga - því hann tekur stórkostlegar myndir.

Engin ummæli:

Þátttakendur