Lilypie 1st Birthday Ticker

fimmtudagur, 20. mars 2008

Pakkinn frá Ítalíu kominn

Fjölskyldan á Ítalíu er nett stressuð á fermingunni hans Kristófers þeim finnst erfitt að geta ekki komið og hafa áhyggjur af því að maturinn verði ekki nógu góður.
Þeim létti nú aðeins held ég þegar mamman sagði að vinkona hennar Ásta Hrönn sem væri frábær kokkur og lærði líka heilmikið af Marcello ætlaði að halda veisluna. Samt langaði þeim að taka þátt í matnum þannig að Sara stakk uppá að senda ýmislegt til Íslands. Þannig að það varð úr að Betty fór í algjört maraþon að versla með Rebeccu og þurfti að flýta sér mikið til að koma pakkanum í póst. Kostaði alveg helling og ekki síst að senda svona þungan pakka. En þetta finnst þeim skipta miklu máli og auðvitað okkur líka. Kristófer er alveg í skýjunum því honum finnst maturinn vera absólút númer eitt í veislunni.
Það var búin að koma tilkynning um pakka daginn áður en mamman hélt að það væri myndavélin sem hún hafði pantað fyrir ömmuna. Þessvegna fór það svo að amman eltist við pakkann útí bæ og kom honum til okkar í Snekkjó. Betty var ákkúrat í símanum þegar Kristófer náði í pakkann og kom með hann inn - hún var virkilega glöð að hann hefði komið í dag og að heyra hversu Kiki var ánægður með sendinguna.

















Vá þetta er ekkert smá magn og verður alveg svakalega gott að borða.

Engin ummæli:

Þátttakendur