Lilypie 1st Birthday Ticker

föstudagur, 28. mars 2008

Fall er fararheill - fyrsti ferðaleggurinn

Úff, það munaði litlu að pabbi og mamma yrðu viðskila við hóp 17, spáiði í það. Voru ekki bókuð í flugið í morgun, komin út á völl, búin að biða í "check-inn"-röðinni í klukkutíma með einn starfsmann í almennri innritun en 3 í Saga-class, labba yfir barnagubb og vonda lykt í röðinni, komin að borðinu eftir langa mæðu, með X mörg kíló í 4 stórum töskum, þá segir daman: "Þið eigið að fljúga á morgun 29. mars". Heyrðu mig, hvað er í gangi ??? Anna á FÍ búin að margtryggja það og margtala um það hvað við værum samstæður hópur, öll að fara saman til Köben einum sólahring áður og allt það. Hvað svo ??? Á að sklija okkur frá hópi 17 í Leifsstöð, við að labba til baka yfir ælugólfið, 4 töskur aftur í bílinnog bara heim að sofa. Hópur 17 í Köben og við heima ú Snekkjó. Þetta passar ekki alveg.

Nú eru góð ráð dýr eða hvað ??? Söluskrifstofa Flugleiða var opin og við ruddumst inn, sögðum farir okkar ekki sléttar, Anna ekki mætt á skrifstofu sína í FÍ, og því ekkert hægt að rexa í henni. Pabbi prófaði að hringja þangað. 35 mín. þangað til vélin átti að fara í loftið. Konugreyjið á söluskrifstofunni, gat ekki breytt farmiðanum, ekki gefið út nýjan en hún gat, sem betur fer gefið okkur leyfi til að komast með á svokallaðri "núllskráningu". Við fórum gegnum innritun 22 mín. fyrir brottför, sem núll og nix, slepptum öllum innkaupum í Fríhöfn (Dýrhöfn) og beint að hliðinu. Þar vorum við líka stop því nöfnin okkar komu hvergi fram, það var hringt niður og leynikóðar skráðir inn í tölvuna og rétt áður en hurðin lokaðist, sluppu mamma og pabba inn í vélina, á leið til Kína að sækja litlu stelpuna sína. Öll innkaup, NIKE-sundbuxur, rafhlöður, Augn-liner, 1 lítil Amarullo og 2 pakkar af Snickers verða að bíða betri tími.

Flugið gekk vel, lesið, spjallað og dormað. Stelpurnar í H-17 komu og spjölluðu og 3 klst. liðu sem örskot.

Lending í Köben, fyrstu 4 töskurnar á bandinu voru okkar, hvað annað, síðastur inn fyrstur út, eða LILO. Mín gullfallega og góða stærsta systir Þórunn og Jónsi kærstinn hennar komu að sækja okkur og voru svo elskuleg að koma okkur á hótelið.

Afslöppun, sturta, dorm, Kínverskt sjónvarp (sjá myndir), og síðan í bæinn, smá verslun, m.a. þessi netsnúra sem allur þessi visdómur streymir nú í gegnum frá litlu tölvunni út á Netið.
OG að sjálfsögðu - ekki örvænta - var komið við í H&M - svona rétt til að kíkja við og styrkja þá. Festum kaup á krúttilegum ljósbleikum fötum. (sjá myndir)

Út að borða með hópi 17, og síðan á hótelið að blogga um allt ævintýrið á fyrsta ferðadeginum á leið til Hörpu Hua Zi.

Það kemur fullt af efni í kvöld og nótt, við keyptum 24 tíma Net-tengingu.

Á morgun, 2ja ára afmælisforpartý hjá Halla Daða frænda mínum og nánar um það síðar.








Mamman fékk besta ís í heiminum - Belgian chocolate - en nú er ískvótinn í ferðinnui búin !



Það hafa nokkrir sagt við okkur í dag að við geislum ! Jepp þá veit maður hver uppskriftin af því er !!! Sofa lítið og hafa nóg að gera með vinum og ættingjum. Halda stóra vel heppnaða fermingarveislu.

Síðast en ekki síst - ná í barn frá Kína.



Hér er hluti af hópnum nr. 17 sem fór að borða á ítalska veitingastaðnum Vesuvio.
Stína (systir Valdísar) Hekla Xi, Kári, Andrea, Brynjar, mamman, pabbinn og Valdís.



Hekla Xi sætasta með pabba sínum - yndisleg og geðgóð stúlka.



ZZZZZZzzzzZZZzzz z z z z usssssss ! Pabbinn sofnaði svona yfir kínversku myndinni.
Ætli Harpa Hua Zi komi til með að svæfa pabba sinnsvona auðveldlega ???



Jú jú við horfðum á allan kínverska fréttaþáttinn en skildum auvitað ekki neitt. Það voru þó heilmargar myndir frá Tíbet !


Kínversk bíómynd með kínverskum táknum.
Mömmunni fannst það allt í góðu hún hafði nóg að gera að skoða stórkostlega fallega búninga.
Við notuðum tækifærið og tókum upp slatta af tali á diktafóninn sem Kiki lánaði okkur. Það verður mikilvægt að leyfa henni að hlusta á annað en ylhýra málið okkar sem við teljum að hljómi svo vel í eyrum.




Mamman kominn á Marriot hótelið - sorry að hún er á hlið - við eigum eftir að finna útúr þessu.



Þetta beið okkar á skjánum á hótel herberginu.



Pabbinn kominn með farangurinn á Kastrup.




Gamla barnagreiðan hans Kiki var það síðasta sem fór ofan í töskur í nótt.



Jæja svona leit herbergið hennar Hörpu Hua Zi út í nótt þegar allt var ap verða klárt. Amman var svo dugleg að mála rúmið - er það ekki sætt ?
Amma og Kiki hjálpast svo að áður en við komum að búa um og gera annað klárt áður en við komum heim.



Svona bíður líka dúkkurúmið - amman saumaði rúmfötin. Það er ekki amalegt fyrir Hörpu að eiga svona ömmu.



Mamman var búin að leggja ferðafötin til þegar allt annað var klárt.
Amman og Kiki voru búin að vera í fullri vinnu með mömmunni í pakkningum - sem auðvitað voru gerðar eftir kúnstarinnar reglum. Er varla öðrum en Snekkjóvogsfamilí bjóðandi, ákveðnir plastpokar á vissum stöðum og skipt reglulega á milli farangurs taskna.


Engin ummæli:

Þátttakendur