Það var asísk ung kona að afgreiða og mamman ákvað eftir matinn að tala aðeins við hana.
Það kom í ljós að hún var kínversk þannig að mamman spurði hana hvort hún gæti gert henni mikinn og stóran greiða ?
Mamman bað hana að skrifa á kínversku á miða sem þau gætu sýnt fólkinu í Kína. Á miðanum átti að standa við erum frá Reykjavík, Íslandi. Hún benti mér á að líklega myndu ekki margir vita hvar það væri í heiminum og sagði að betra væri að skrifa norður evrópa. En mamman bað hana um að skrifa þá bara allt til að vera örugg.
Hún hefur nefnilega heyrt að margir kínverjar séu mjög áhugasamir og forvitnir um fjölskyldurnar sem eru að ættleiða stelpurnar þeirra. Þannig verður gott að hafa svona miða til að sýna þeim. Því ekki getum við talað kínversku nema þá segja Ni Hao (þýðir halló) og Bing Dao (fallegur klaki = Ísland) auðvitað nægir það ekki til mikilla samræðna !
Þetta er nafn og undirskrift stúlkunnar sem skrifaði skilaboðin fyrir okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli