Krúttlega sætt með spegli hinum megin til að skoða sig hátt og lágt
Þegar mamman var að gramsa í dótaskápnum í dag til að finna gjöfina hennar Unnar Ósk þá fann hún þetta líka fína sápukúlu "kit". Það var ráðlagt í einhverjum tékklistanum að sniðugt væri að fara með sápúkúlur og blöðrur til Kína. Man reyndar vel eftir því hvað Unnur Ósk var hrifinn af sápukúlum í Hrísey.
Það eru samt einungis nokkrir dagar síðan að mamman sprangaði á milli búða í Smáralind til að finna sápukúlur. Í einni búðinni var horft á hana eins og eitthvað væri að - .... það eiga eftir að koma sápukúlur í sumar !!!
Jáhá þetta er semsagt svona "seasonal" vara - vissu það allir nema mamman ?
Þennan fína blöðru poka fann pabbinn í Nóatúni í dag - held að það hafi verið það eina sem var keypt í þeirri búð !
Þær eru þó svo sannarlega þessvirði að hafa stokkið þarna inn - eru nebbnilega sanseraðar.
Í Hagkaup var til svona ferlega sætt matarstell + skeið í stíl.
Okkur fannst skemmtilegt að það væri líka mynd af heiminum. Þannig verður hægt að segja og sýna Hörpu hvert við fórum að sækja hana og hvar hún fæddist.
Já eða þannig - það þarf ekki að vera svoooo nákvæm myndin af hnettinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli