Það er nú ekki hægt annað en að heillast af þessu fallega landi og stórkostlegu menningu. Við erum ekki orðin neitt smá spennt að fara til Kína - vonandi sem fyrst.
Almennar en hnitmiðaðar upplýsingar og fínar myndir.
Í þessari bók er allt um hefðir siði og venjur í Kína. Þetta finnst mömmunni meiriháttar spennandi. Það besta við þessa bók er að hún er fislétt og er þarafleiðandi alveg kjörin til að fara með í flugið. Þannig verður ekki leiðinlegt að drepa tímann. Pabbi fær líka að glugga í bókina - kannski þegar mamman sefur !
Mamman vissi um leið og hún las úrdrátt úr þessari bók að pabbinn myndi verða hrifin af henni. Hann er nefnilega mikið fyrir sögubækur og áhugamaður um gamla tímann, held að hann yrði góður sagnfræðingur. En eftir að hafa gluggað í hana í dag varð mamman ekkert síður hrifinn af þessari bók en hinum.
Hún fjallar um ferðir og flótta kínverja frá Kína til annara landa og hvernig þeim tókst að framfleyta sér á nýjum stöðum. Margar einstakar myndir og málshættir eins og það sem er hér fyrir neðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli