Við pabbinn erum ennþá vakandi samt er klukkan að verða hálf þrjú að nóttu. Ekki er það vegna þess að dóttir okkar hún Harpa Hua Zi sé að halda fyrir okkur vöku - nei hún er búin að sofa eins og engill frá 20.30.
Nú hefur hún bylt sér ótal sinnum og er alveg búin að snúa sér í rúminu, setur svo vinstri fótinn uppá rimlana. Jiiiií hún er bara sætust eða það finnst okkur allavegana. Það er svo sem ekkert nýtt að mamman vaki fram eftir en sjaldan eða aldrei hefur pabbinn verið svona sprækur. Hann sagði áðan að við nærðumst á Hörpu Huar Zi orkunni - það væri okkar andlega næring. Morgunmaturinn hefur nægt okkur í allan dag !
Við höfum verið dálítið í vandræðum að hlaða inn myndum - tekur óskaplega langan tíma og þessvegna höfum við skrifað minna.
Mamman er samt búin að skrifa allt hjá sér uppá gamla mátann í dagbók sem verður sett hér inn við besta tækifæri.
Á morgun verður áframhald af pappírsvinnu og þá verðum við orðin formlega foreldrar Hörpu Hua Zi. Nóg að gera á litlu hótelhergi !
Allar stelpurnar eru yndislegar og guðdómlega fallegar. Við teljum okkur vera einstaklega heppinn og við pabbinn erum svo lukkuleg að vera í þessum góða hópi - alveg frábært fólk í alla staði.
Ingveldur frænka Lilju sem er með til aðstoðar henni - reyndar sýnist mér hun aðstoða alla aðra líka - alveg eins og hún Stína systir Valdísar, gaf Hörpu sinn fyrsta skartgrip í dag í tilefni dagsins. Óskaplega fallegt lítið silfurhjarta - takk takk kæra Ingveldur.
Sofi "gædinn" okkar sagði okkur góðar fréttir í dag - okkur verður að ósk okkar að fara til Yangchun þaðan sem 4 af okkar 5 stelpum eru búnar að vera. Við erum svo hamingjusöm með það.
Pabbinn sem rétt áðan spurði hvort hann ætti ekki að taka svefntöflu er steinsofnaður. Best að drífa mig líka í háttinn maður veit jú ekki hvenær litla daman fer að vakna.
Á morgun er líka skemmtilegur dagur afþví að Ingibjörg Anna verður eins árs það er ekkert smá dýrmætt að fjölskyldan upplifi hann saman. Já og svo auðvitað líka við hérna með - stórfjölskyldan !
Bestu kveðjur frá White Swan hótelinu í Guangzhou þar sem rignir og rignir - mömmunni finnst það allt í fínu - það liðast meira segja hárið sem er bara flott.
Að lokum viljum við þakka ykkur öllum fyrir dýrmætar kveðjur - við grétum þegar við lásum gestabókina. Því miður komumst við ekki inná commentinn til að lesa þau - það verður að bíða þartil á Íslandi.
Knús knús og kossa kveðjur til ykkar allra á Íslandinu góða.
Kiki minn mamma saknar þín alveg heilan helling en það verður fljótt þangað til verðum kominn heim
Gestabók Kínastelpunnar
mánudagur, 31. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli