Mömmunni datt í hug að biðla til þeirra sem eru að lesa síðuna okkar um hluti sem vantar ennþá fyrir Hörpu Hua Zi !
Nú er svo komið að það þarf að hugsa um praktískari hluti en dót og föt - þó að maður geti alltaf á sig fötum bætt !!!! Mamman og pabbinn þekkja það svo vel.
Er einhver sem gæti lánað eða selt okkur, barnabílstól eða matarstól ???
Við erum heldur ekki kominn með kerru - en erum búin að leggja inn beiðni til Bjöggu vinkonu okkar með það.
Kannski getur Tinna systir mömmunnar fengið matarstól handa stelpunni.
Það er kannski svolítið skrítið og langt að leita til þeirra beggja þar sem þær eru báðar búsettar í ameríkunni.
BÆTT INNÁ 15. MARS:
Björg vinkona mömmunar sem ber nafn með réttu ætlar að láta okkur fá kerrur - já meira að segja tvær. Svo ætlaði hún að tékka á matarstól líka. Vá hvað Harpa er heppinnn að mammann á svona góða vinkonu. Takk Bjögga !
Gestabók Kínastelpunnar
laugardagur, 15. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þið fáið að öllum likindum svona litla regnhlífa kerru frá Blas áður en þið náið í Hörpu litlu.
Mundi velja vagn sem hun getur sofið í ef þið látið hana sofa úti eða bara með hana uti við á svefntíma. Líka algjört möst að Harpa snúi að ykkur en ekki frá alveg fyrsta árið, mjög mikilvægt upp á tengslamyndun.
Skrifa ummæli